25.7.2011 | 21:40
Leithe heitir hann ex Brík frá Bíldudal
Já Leithe heitir hann í dag og er með skráninguna N-8-G. N stendur fyrir Nordland og G stendur fyrir Gildeskal, sem er næsta sveitafélag hérna fyrir norðan okkar. Hann er skráður í Storvika sem er lítill staður í því sveitafélagi.
Hann hefur samkvæmt Norsk Raafisklag landað tvisvar daganna 17 og 20 júlí.
Þ. 17 landaði hann 1175 kg af rækju sem flokkast stór og 723 kg af rækju í stærð 221-250
Þ. 20 landar hann 431 kg af rækju og svo 241 kg í stærðinni 221-250.
Hann landar hjá KarlS Fisk og skalldyr í Tromsoe.
Hér er bara búinn að vera alveg frábært veður tvo síðustu dag og alveg logn farið að minna mig bara mikið á Bíldudal þessir tveir síðustu dagar. Málingavinnu er svo til alveg lokið og báturinn orðinn bara helvíti flottur og eiga málaranir að fara mála næst Holmvaag.
Örnes alveg um miðnættið í gærkveldi tekið út fjörðinn.
Sjáið lognið gæti sko alveg verið Bíldudalur!.
LEITHE (N 0008G) | 20-JUL-11 | Karl'S Fisk Og Skalldyr As (T1079) | Reke | Rund | Unspec | 431 |
Reke | Rund | 221-250pcs | 241 | |||
17-JUL-11 | Karl'S Fisk Og Skalldyr As (T1079) | Reke | Rund | Unspec | 610 | |
Reke | Rund | Unspec | 575 | |||
Reke | Rund | 221-250pcs | 723 |
Hér sjáum við einn hobbybátinn en þennan á forstjórinn yfir Verksmiðjunni í Glomfjord (veit ekki hverslags starfsemi fer þar fram) sem er hérna nokkuð fyrir innan Örnes. Veit ekki hvenær maður fer að kalla hobbybáta snekkjur. En þetta er flottur bátur sem ekki er mikið notaður allavega ekki orðið var við það þegar ég hef verið hérna held ég hafi séð hann einu sinni fara rúnt í svona 3 tíma en auðvita getur vel verið að maðurinn sé alltaf á rúntinum þegar ég er ekki hérna.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Jón Páll, ertu nokkuð að tæla frúna út með logninu hjá þér ? það hefur verið allnokkur ferð á logninu okkar síðustu daga.
Bryndís I:Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 12:40
Sæll Jón Páll.
Gaman að sjá þessa færslu frá þér. Bátarnir alltaf fallegir hvort heldur á Íslandi er eða í Norge.
Það er líka svo að engu er logið um fergurð Noregs.
Það var ekki fergurð landsins sem þeir flúðu hér í den. Ekki frekar en það er fegurð Íslands sem nú er flúin.
Ljótleikinn liggur ekki í landslaginu. Þú kíkir á fólkið í Köben ef þú átt leið þar um.
Hafðu það sem allra best.
Jenta (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 20:01
Takk kærlega dett oft inn á síðuna þína.
Bryndís (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.