28.7.2011 | 21:54
Vélin kominn í lag.
Já Turbo á Polarhav er kominn í lag. En í gær var túrbínan tekinn í sundur og sett saman aftur. Gerði undirritaður það með reddara útgerðarinnar Finn Arne og vorum við í beinu sambandi Danskere eða Kurt sem er vélaproffi og kemur að sjálfsögðu frá Danmörku eins og aðalvélin en túrbínan er frá Sviss (hélt að þeir gerðu bara osta). Í gær fengum við kassa með varahlutunum í og þau sérstöku verkfæri sem átti að nota til að opna túrbínuna og skipta um legur, svo kl 18 í gær var verkinu lokið og vélin sett í gang og allt virkaði eðlilega. Þetta var einfaldara heldur en ég reiknaði með og undir góðri leiðsögn Kurt (Dansker) gekk þetta bara eins og í sögu og núna kom það sér vel að vera með gsm og getað verið í beinu sambandi við proffann. Svo í morgun var farið í alvöru prufutúr sem gekk eins og sögu fengum fínasta trukk á túrbínuna og aðalvélin stoppaði að reykja eins og hún gerði þegar skaðinn gerðist fyrir 6 vikum síðan. Svo núna er allt í bátnum klárt verið að mála síðustu sleikjurnar. Við skulum ekkert tala um veðrið en ef eitthvað er þá verður það bara betra og betra. Og það er bara nánast ólíft inn í bátnum því ekki er mjög öflug loftkæling hérna um borð í bát sem gerður var fyrir Grænlendinga aftur er nokkuð öflug hitaelement í kerfinu.
Í fyrradag fór ég í bíltúr inn í Glomfjorden og ætlaði að fara í sund en sundlauginn var lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks svo ég fór bara að skoða mig um í Glomfjord. Glomfjord er norskt iðnaðarþorp sem byrjaði árið 1898 og 1912 var virkjunin byggð inn í firðinum í tengslum við sinkverksmiðju. Var það einhver sænskur ofurhugi (kannski svipaður á Einar Ben okkar) sem kom þessu á koppinn. Virkjunin sjálf var svo tekin yfir af norska ríkinu árið 1918 og svo fer sinkverksmiðjaní þrot árið 1922 þegar verður mjög mikið verðfall á sinki. Tekur þá ríkið yfir verksmiðjuna og allt saman í Glomfjord. Svo árið 1926 byrjar álframleiðsla í Glomfjord og var virkjunin notuð til þess og voru það bretar sem áttu verksmiðjuna. Svo að sjálfsögðu var verksmiðjan svo tekinn yfir af þjóðverjum en var svo sprengt ú loft um ásamt virkjunni árið 1941. En eftir lagfæringar var byrjað með einhvers konar framleiðslu þarna í stríðinu. En eftir stríð var byrjað að frameliða þarna áburð og framleiða ammoníak fyrir áburðarframleiðsluna. Árið 1993 hætta þeir að framleiða ammoníak í Glomfjord og 100 manns missa vinnuna.
Hér sjáum við Virkjunina innst inn í Glomfjorden það voru fimm túrbínurnar þarna til að framleiða rafmagn og framleiddu þær á 25 Hz (50 hz er venjulegt hjá okkur ) Svo seinna þegar stærri virkjun var búin til seinna sem nýttir vötnin þarna fyrir ofan þá var þessi virkjun eingöngu notuð til að fyrir framleiðslu á þungvatni fyrir ammoníkaframleiðsluna. Þessi vikjun er í gangi í dag held að tvær vélar af 5 séu ennþá keyrðar. Ekki veit ég hvað þetta var stór virkjun í upphafi hugsa þó að hún hafi verið eitthvað stærri en rafstöð okkar.
Hér stoppaði ég og tók mynd þvert yfir fjörðinn en fjörðurinn er svona brattur
Og hér sjáum við út Glomfjorden og eins og má sjá er hann frekar brattur.
Og hér er kominn uppúr Glomfjordinum og tek mynd niður á þorpið sem stendur báðum meginn við hólinn sem þið sjáið húsin á. Það búa ca 1200 manns í Glomfjord og þar eru 15 starfandi fyrirtæki mismunandi stærð en stærst er REC Wafer Norway með 400 starfsmenn þeir framleiða Silisiumskífur fyrir sólarsellur. Síðan er þarna fleiri stórfyrirtæki eins og Yara Glomfjord sem framleiðir steinefni fyrir áburð og kalsíium nítrat og eru þeir með 180 starfsmenn. Ef þið viljið fræðast meira um Glomfjord þá getið farið inn á www.glomfjordindustripark.no
Ég segi þetta bara gott héðan frá Noregi í kvöld þar sem lognið á heima allavega þessa dagana. Framundan gæti verið mannskapskifti á Polar Atlantic því búið er að framlengja verkefninu hjá honum til 18 ágúst. Ég fæ að vita meira um það á morgun hvernig það verður. Og hvað mitt hlutverk verður.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.