30.7.2011 | 19:40
Komiđ á hreint.
Áhafnarskiptin eru komin á hreint. Polarhav á ađ vera kominn á mánudaginn út á Skarv svćđiđ og leysa Polar Atlantic af og ţá heldur Polar Atlantic heim á leiđ til ađ taka vatn og vistir. Og verđur vćtanlega kominn til baka á miđvikudagsmorgun og ţá tekur ljúfa lífiđ viđ hjá mér. Planiđ er samt dálítiđ flókiđ ég fer sem sagt út á Polarhav og verđ svo fluttur yfir í Atlantic á léttabát og Franklín kemur yfir um borđ í Polarhav og ég fer í land á Polar Atlantic og kem svo til baka og Franklín bíđur á međan úti á Polarhav og fer svo heim til Örnes á honum á miđvikudagsmorgun. Já svona er hćgt ađ gera einfalda hluti flókna en okkur vantar einn skipstjóra ţess vegna verđum viđ ađ gera ţetta svona Torleif(útgerđarmađurinn) sjálfur kemst ekki ţarf ađ fara á mikilvćgann fund á ţriđjudaginn ( svo segir hann).
Hér er svo mynd af Polarhav tekinn áđan og sýnir hann nýmálađann viđ bryggju.
Yfirlitsmynd yfir Örnes ekki samt öll byggđin. En ţetta er frekar dreift hérna en ţađ er byggđ inn dalinn og báđum megin viđ fjalliđ.
Hér sjáum viđ privat kaja( einka bryggjur ) og naust hinum megin viđ Örnes.
Og hér sjáum viđ eina enn einkahöfnina veit ekki hvort ţessi sé međ vigtunarleyfi dreg ţađ stórlega í efa.
Ég er bara farinn ađ taka myndir af bryggjum kannski er ég orđinn svo norskur ađ mig er fariđ ađ langa í eina.
Hér sjáum viđ gamlann höfđinga sem hann Finn Arne reddari hjá útgerđinni á. Samkvćmt upplýsingum frá honum er hann smíđađur 1926 og er í honum eins cylendra Wichmann vél og er vélarhljóđiđ mjög líkt ţví sem heyrđist í Káranum heima en í honum var Juni munkel (kann ekki ađ stafa ţađ). Ţetta er flottur bátur međ alveg orginal vélarrúmi, gaman ef viđ íslendingar ćttu eitthvađ ađ ţessum gömlu bátum okkar.
Önnur af ţessum gamla höfđingja.
Svo hérna er nýi tíminn nútímalegur bátur á kannski betur viđ okkur íslendinga, annars bara mjög flottur bátur eđa snekkja. Ţiđ kannski sjáiđ ţađ ekki en ég er búinn ađ komast ađ ţví ađ forstjóra Yara Glomfjord á ţennan og er skorsteininn málađur međ merki ţess. Hefđi svo sem ekkert á móti ţví ađ eiga ţennan
Ţessi er líka flottur og einnig vćri gaman ađ eiga einn svona til ađ sigla.
Um bloggiđ
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.