2.8.2011 | 09:00
Kominn í höfn í Örnes.
Já við erum komnir í höfn í Örnes og byrjaðir að láta renna á vatn og kokkurinn farinn að kaupa í matinn. Nú erum við bara að ath hvort olían komi til með að duga en við eigum 20 tonn af olíu og held það sé meira en nóg þeir fóru með tæpa 17 tonn í þessum túr sem stóð í 7 vikur.
Hérna sjáum við Træna snemma í morgun þarna búa 500 manns og er þetta sjálfstætt sveitafélag annað hvort annað eða þriðja minnsta í Noregi. Þetta eru flott fjöll sem rísa þarna upp úr hafinu.
Það tilheyra 1000 eyjur og hólmar Træna Kommune(sveitafélag). Og þarna förum við alltaf framhjá og er þetta síðasti staðurinn sem við förum framhjá áður en við komust út á opið haf. Þeir hafa ferju og hurtigbát (hraðferju) til að koma sér upp á fasta landið.
Og er er næsta eyja Norðan við Træna Mareyja og Stortovey og tilheyra þær Træna og er búið þarna en það er alveg merkilegt hvað er búið á mörgum af þessum eyjum og hvað norðmenn eru miklir sveitamenn líkar ekki öllu við borgarlífið.
Svo er bara bíða eftir að allt verði klárt og svo höldum við á stað aftur út til Skarv.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leit inn takk fyrir mig :)
Bryndís kerlinginn hans Gull (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.