2.8.2011 | 21:29
Lagður á stað enn og ný
Já nú erum við strákarnir á Polar Atlantic lagðir á stað út aftur á skarv olíusvæðið og er áætlað að vera þar kl 1700 á morgun. Við komum í höfn rétt rúmlega níu og þá var strax farið að gera klárt fyrir næstu ferð taka vatn og kaupa mat. svo rétt fyrir kl 15 var allt tilbúið til að fara aftur og var þá haldið til Vaagaholmen til að taka olíu og vorum við komnir þangað kl 1800 og svo kl 2130 vorum við búnir að taka olíuna og þá var ekkert nema setja stefnuna aftur út í haf og þegar þetta er skrifað eigum við eftir ca 24 sjm (þrjá tíma) út að Træna og þar með út á opið haf. Voru teknar vistir fyrir mánuð en samningurinn er til 8. ágúst og eftir það er það day by day samningur eins og þeir kalla það hjá Bp. Veður er gott og allt gengur vel , við vorum alveg ótrúlega lengi að taka olíuna því við gátum ekki látið renna á nema 120 ltr á mín sem er alls ekki mikið þegar á að taka 25000 ltr.
Vaagahlomen er ca 600 manna staður og tilheyrir Rödeyju kommune, þar kemur hrutigbátur einu sinni á dag frá Bodo og svo er annar sem gengur á milli í sveitafélaginu einnig kemur lestebaten (flutingaskipið) Fjordlast reglulega en hann siglir hérna á ströndinni með vörur.
Hérna sjáum við kajann í Vaagaholmen. En þarna er verlsunarmiðstöð og greinilega miðpunkturinn í þorpinu. Olíukallinn sagði mér að þarna byggi ein íslensk fjölskylda nýflutt húsbóndinn væri organisti við kirkjuna og konan hans væri kennari við tónlistaskólann og hvort hann kenndi ekki einnig við tónlistarskólann.
Svo erum við hérna við bryggju að dæla olíunni á bátinn. Tókum við 25000 ltr frá bunker oil.
Hér svo Fjordlast flutingabáturinn sem gengur á ströndinni
Þessari var ég að mæta rétt áðan ekki góð mynd en læt hana samt flakka með flot skúta.
Og þessum mætti ég á sunnudagskvöldið hvalbátur sem sennilega er að fara á síld eða makrílnót því ég held hvalvertíðin sé búin hérna núna.
Jæja ég læt þetta vera loka orðin í bili og á morgun verð ég kominn úr netsambandi og verður lítið um færslur næstu daga kannski í góðu lagi að taka sér smá frí. En kannski nær maður einhverjum góðum myndum næstu daga.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og takk fyrir þennan pistil. Ég segi bara gangi þér vel.
Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.