Polar Atlantic

Noregur Maí 013Polar Atlantic var byggður 1978 í Fiskarstrand og hét upphaflega Fernando og var frá Maalöy. Hann er 32,45 metra langur og 7,32 m breiður. Með 660 ha Alpha Diesel. Hann er svo kallaður fyrstu kynslóðarbeitingavélbátur útbúinn með beitingavél og frystingu og var ætlaður meðal annars að stunda veiðar á fjarlægum miðum eins og Flæmska hattinum og við Grænland. Og var allur útbúnaður miðaður við það t.d eímari til búa til fersk vatn úr sjó og þau fjarskiptatæki sem voru upp þá Stuttbylgju og millibylgjustöð. Ekki veit ég hvað margar bátar af þessari gerð voru smíðaðir en þeir voru nokkuð margir. Þetta þóttu byltingakenndir bátar á sinni tíð og gátum verið mjög lengi úti án þess að fara í höfn. 1993 var mér boðið í heimsókn um borð í þennan bát við bryggju í Maaloy þegar ég var þar ásamt fleiri góðum mönnum með bát í slipp. Þá var hann í fullri drift og var með frystingu um borð. Fremst í bátnum eru frystipressurnar og fyrstiskápur til að frysta fisk í síðan er tvo frystitæki þar fyrir aftan. Lestin nær alveg fram í stefni og er tvískipt hægt var að nota hluta hennar undir fersk fisk. Það eru íbúðir fyrir 13 manns í 8 klefum. Má segja að báturinn sé nánast orginal nema auðvita búið að uppfæra tæki í brú og svo framvegis. Einnig er búið að fjarlæga beitngavélina og allt sem henn fylgdi og er báturinn útbúinn á net í dag. Í dag er norðmenn að byrja með hvað skulum við segja 4 kynslóð af beitngavélabátum. Og erum við þar að tala um allt öðruvísi báta og allt annan aðbúnað t.d í nýja Geir og verður í nýja Fiskanesinu.

Annars er allt gott að frétta við erum núna þvert af Træna og áætlum að vera í höfn kl 15 í dag. Veður hefur leikið við okkur og hefur ferðin heim gengið vel .

Skarv svæðið 2011 033

 

Hér sjáum við Far Saga vinna við eina af borhollunum voru að loka einhverjum lúgum ég veit ekki meir.

 

 

 

 Skarv svæðið 2011 013

 Hér sjáum við Island Chiftain hjá borpallinum sennilega að dæla semneti en þeir nota mikið sement borpallarnir. Island Chiftain og Bourbon Topaz er supplybátar fyrir þennan borpall. Þú vinnur í fjórar vikur og fjórar vikur í frí og stýrimaðurinn er með svona ca 60 þús nrk á mánuði (1200 þúsund nrk). Og hásetinn með frá 35 til 40 þúsund eftir starfsreynslu. 

 

 

Skarv svæðið 2011 001

Hér sjáum við svo Polarhav á landleið í síðustu í byrjun ágúst vel máluð ekki satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband