19.8.2011 | 14:38
Ábyrgar fiskiveiðar.
Ég hef ætlað mér að vera ekki með pólítískar greinar hérna eða vera með nein áróður.En þetta hefur legið dálítið þungt á mér.
Stjórn LÍÚ 2010-2011: Standandi f.v.: Pétur H. Pálsson, varamaður, Kristján Vilhelmsson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Eiríkur Tómasson, Hjörtur Gíslason, Ólafur Rögnvaldsson, Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Guðmundur Kristjánsson og Einar Valur Kristjánsson. Sitjandi f.v.: Gunnar Ásgeirsson, Stefán Friðriksson, Ólafur Marteinsson, Adolf Guðmundsson, formaður, Guðrún Lárusdóttir og Kristján Loftsson. Á myndina vantar Gunnþór Ingvason og Þorstein Erlingsson
Stjórn L.Í.Ú. Flottur hópur.
Ábyrgar fiskveiðar!
Á vefsíðu L.Í.Ú segir:
Ábyrgar fiskveiðar
"Sjávarútvegur er ein af meginstoðum íslensks hagkerfis og samofinn sögu þjóðarinnar. Ábyrgar fiskveiðar á Íslandsmiðum eru forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur verði áfram öflugur þáttur í atvinnulífi Íslendinga og meginstoð í vöruútflutningi landsmanna.
Á Íslandi hefur verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar sem fela í sér viðhald fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins. Stjórnun fiskveiða á Íslandi byggist í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar og afla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Þetta eru þær meginstoðir íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem ætlað er að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald auðlinda hafsins til framtíðar.
Ákveðið hefur verið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu með séríslensku merki. Merkið vísar til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Notkun þess er heimil á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir og má jafnframt nota til að auðkenna afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildarstjórnun. "
Já þar höfum við það, þess vegna finnst mér það alveg stórfurðulegt að einn stjórnarmaður í þessum samtökum skuli nú vera vera nú grunaður um eitt stórfeldasta kvótasvindl í sögu í kerfsins, þegar hann sem meðlimur í Landssamtökum íslenskra útvegsmanna hefur tekið þátt að semja t.d ályktanir eins og þessa um ábyrgar fiskveiðar, flokkast það undir góða umgengni um vistkerfi hafsins að svindla fiski framhjá vigt svo enginn viti að hann hafi verið veiddur. Bátur Þorsteins fær úthlutað aflamarki á hverju ári á grundvelli "vísindalegrar ráðgjafar" sem hans samtök telja vera meginstoðin í ábyrgri fiskiveiðistjórn og til að fylgja eftir þessum vísndalegu úthlutun á aflaheimildum höfum við svo "öflugt eftirlit með veiðum og heildarafla.
Hvernig geta þessar áfleygu ályktanir verið pappírsins virði þegar kemur svo í ljós að meðlimir samtakanna og stjórnarmaður í samtökunum er grunaðir um kvótasvindl. Bara það að stjórnarmaður sé grunaður um stórfelt svindl á þessi" flotta" kerfi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir samtökin í heild.
Um aflamarkskerfið segja þessir ágætu menn í L.Í.Ú eftirfarandi á sinni heimasíðu:
Aflamarkskerfið
"Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er aflamarkskerfi eða kvótakerfi og er markmið þess að hámarka afrakstur fiskistofnanna og að arðsemi veiðanna verði sem mest til lengri tíma litið.
Í upphafi tíunda áratugarins var aflamarkskerfið fest í sessi á þann veg að útgerðarfyrirtækjum var úthlutað varanlegri aflahlutdeild í þeim tegundum sem voru kvótabundnar, þ.e. ákveðnu hlutfalli af leyfðum hámarksafla í viðkomandi fiskistofni. Það varð til þess að skapa meiri stöðugleika í rekstrinum og stuðlaði að því að fyrirtækin skipulögðu rekstur sinn með langtímamarkmið í huga. Einnig var fyrirtækjum heimilað að framselja sín á milli bæði aflahlutdeild, þ.e. varanlegan veiðikvóta og aflamark, þ.e. kvóta innan fiskveiðiársins. Þetta var gert í því skyni að útgerðarfyrirtækin gætu hagrætt í rekstri sínum, sameinað veiðiheimildir og aukið arðsemi greinarinnar. Frá tilkomu aflamarkskerfisins hefur stærstur hluti veiðiheimildanna skipt um hendur."
Samkvæmt skilgreiningu L.Í.Ú erum við aflamarkskerfið til að til að hámarka afrakstur fiskistofnanna og þar með arðsemi veiðanna til lengri tíma litið. Þá komum við aftur að því hvernig getum við trúað þessum orðum þegar við fáum svo í fréttum um kvótasvindl Saltvers ehf ekki hefur Þorsteinn Erlingsson verið að hugsa til lengri tíma þegar hann ákvað að fiskur af hans bát þyrfti ekki að fara á hafnarvogin hann hlýtur að hafa verið að hugsa um eitthvað allt annað heldur en um ábyrgar fiskveiðar. Hugmynd L.Í.Ú um að byggja um fiskistofnana getur ekki gengið upp ef þeir svo sjálfir ákveða að landa fiski framhjá vigt sem enginn veit um og hlýtur þess vegna gefa kolranga niðurstöðu varðandi stofnstærð á fiskistofnunum.
Það sem mig langar mest til að vita hvers vegna ákvað Þorsteinn og hans fyrirtæki Saltver ehf að landa fiski framhjá vigt, í kerfi sem hann sjálfur hefur barist fyrir og vill að verði hér áfram og helst í óbreyttri mynd. Útaf hverju keypti hann bara ekki meiri aflaheimildir eða leigði. Það er nú einn af hornsteinum þessa kerfis að mati L.Í.Ú og þar með Þorsteins Erlingssonar sjálfs.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig L.Í.Ú munu taka á þessi máli nú er ekki um að ræða einhvern kvótalausann aumingja sem er grunaður um að svindla fiski framhjá vigt heldur er um að ræða einn af æðstu prestunum sem hefur starfað lengi í samtökunum og er stjórnarmaður í þeim. Svo einhverjum innan samtakanna hlýtur að vera kunnugt um hvernig Þorsteinn var að tækla þeirra eigin kerfi eða kannski er þetta einstaka mál bara toppurinn á ísjakanum og þessar ályktanir á heimasíðunni bara froða sett fram til að blekkja auðtrúa íslendinginn..Húsið getur litið vel að utan og gluggarnir flottir en þú veist aldrei hvað er fyrir innan gardínunar.
Vill svo taka það fram lokin að Saltver ehf er grunað um að hafa landað fiski framhjá vigt svo þeir saklausir þangað til sekt er sönnuð. Samt alvarlegt mál.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.