23.8.2011 | 08:07
Nordlandsbáturinn og fleira
Hér sjáum við hefðbundinn Nordlandsbát. Þetta er stolt Nordlendinga hérna, þessi týpa af bátum var ríkjandi hérna til fiskveiða og allra siglinga fram eftir öllu. Hann er byggður upp úr vikingabátum og er því aldaforn. Þessi mynd er að minnstu týpunni sem þeir kalla Færingen ( Fræeyingurinn (við bílddælingar gætum kallað hann Árna)) eða kjeks. Stærðin á honum er frá 14 til 16 fet og tvíæringur á íslensku to-roring á norsku. Þetta eru súðbyrðingar klinkbygde á norsku. Eins og má sjá á þessari mynd er þessi bátur bæði með segl og árar en þannig voru þeir flestir útbúnir. Þeir voru smíðaðir úr tvennskonar við furu og greni en furan var algengari. Þið munið kannski frá þáttunum Himmelbla þar sem einmitt var fjallað dálítið um Nordlandsbátinn.Nordlandsbáturinn var til frá to-roring til 14 til 16 fet og upp í Storfemböring sem var 52 fet. En hann var algengur sem sex eða áttæringur þá var stærðin 34 til 42 fet. Ef ykkur langar í svona bát eða flotta skjektu þá er bara kíkja bara inn á þessa síðu og panta www.ulf.no eða bara hringja í kallinn og fá upplýsingar og smíða hann sjálfur. Einnig er hægt að fá smá yfirlit yfir norldlandsbátinn hér www.lofoten.com/Lofoten-Historie-Lofotfisket/nordlandsbaten.html
Annars er bara lítið að frétta en að bíða eftir því að fara í slippinn en það er kominn hreyfing á málið. En ég hugsa að þetta verði samt síðasta vikan mín hérna í bili. Svo ég er farinn að huga að heimför. Nú eftir nokkra daga verður opnað fyrir bifangst hérna en þá máttu hafa 30 % þorsk sem meðafla á móti öðrum tegundum. Svo það verður léttara að fiska ufsa, karfa og ýsu en það þarf engann kvóta fyrir þær tegundir hérna. Það má segja að það sé bara þorskurinn sem sé kvótabundinn hérna allt annað er bara frítt þ.e.a.s kystbatana báta undir 28 m. Ég bara skil ekki hvers vegna allir þessir fiskistofnar séu ekki löngu útdauðir og að aðrar þjóðir skulu voga sér að kaupa norskann fisk þegar þeir eru með svona villimannslega hegðun við fiskveiðarnar annað en frændþjóðin Ísland.
Hér sjáum við svo bát upp í slippnum í Reipa. Þetta er Jon Ívar. Þennan eiga tveir eða þrír vinir og eru með hann á rækju og þorskanetum á vetrarvertíðinni á góðviðrisdögum hérna í Örnes kemur þessi og selur bæjarbúum nýveidda soða rækju. Það má segja að þetta sé nú bara hobbýbátur því þeir eru allir með fasta atvinnu á öðrum skipum og róa þessum bara í fríum. En það er mjög algengt hérna að menn sem eru á offshoreskipunum og ferjunum eigi bát sem þeir nota í fríum.
Á sunnudaginn ákvað ég að taka smábíltúr og fór út í Storvika sem er lítið þorp fyrir utan Örnes og smellti af þessum myndum á höfninni þar.
En það er mjög algent hérna að þeir sem nota höfnina sjái um rekstur og viðhald á þeim. Þá er sérstakur félagsskapur um höfnina.
En þetta naust er farið að láta á sjá.
Storvika er lítið þorp minna heldur en Bíldudalur en þeir hafa matvöruverslun já coop er á staðnum svo enginn þarf að svelta.
Hér sjáum við svona út höfnina. En við Storvika er fjara alvöru fjara með sandströnd og er þetta vinsælt að baða sig hér svona öðruvísi landslag heldur en víða hérna þar sem klöppinn nær bara fram í sjó.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.