Slippur í Stykkishólmi og fleira.

 

Örnes og Andri BA 041Að kvöldi þriðjudags 6 sept lögðum við í hann með Andra BA-101 í slipp og var haldið til Stykkishólms áhöfn Jón Páll Jakobsson og Snæbjörn Árnason og vorum við 14 tíma í ferðinni og komum til Stykkishólms um kl 12 á hádegi þá var fyrir upp í slippnum Dröfn RE-35 og tók þá við ca 3 tíma bið þangað til við komust upp í slippinn.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 002Um kl 14 miðvikudaginn 7.sept byrjuðu þeir að slaka Dröfn niður og hér sjáum við þegar hún er byrjuð að renna niður nýmáluð og flott og kemur fljótlega að rannsaka Arnarfjörðinn fyrir okkur og ath hvort það sé rækja eður ei.

 

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 005

 

Og hér er Dröfn byrjuð að fljóta og farin að bakka frá sleðanum hún kom svo í smá stund upp að kaja og svo fór hún að gera klárt fyrir rækjuleiðangur.

 

 

 

 

Eftir að Dröfn var farin var sleðinn tekin upp og breytt og síðan fórum við upp, allt gekk eins og í sögu.

Slippur í Stykkishólmi 021

 

Hér sjáum við svo Andra BA-101 í gær föstudag þar sem hann stendur nýmálaður í slippnum og er nánast tilbúin vantar bara skrúfuna og stýrið.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 017

 

Hér sjáum við hann frá bakborða. Báturinn var þykktarmældur og kom hún mjög vel út má segja að þykktarmælingin var alveg eins og þegar báturinn var mældur fyrir fimm árum.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 014

Þessi er Stykkishólmi en þennan endurbyggðu Skipavík fyrir Þörungavinnsluna á Reykhólum. Hann heitir Flatey og er sko sannanlega búin að fá andlitsupplyftingu. En þessi er systurskip Driffells sem Jón Halldórsson átti en það er orðið lítið líkt með þessum tveimur. Hann er vélarlaus eins og er því ekki alveg að fara á næstunni.

 

Þessi væri kannski góður á strandveiðina allavega færi ekki illa um mannskapinn.

 

 

Það er lítið að frétta frá mínum manni í Noregi eftir því sem ég best veit eru allir bátarnir við bryggju í Örnes, hvort það verði einhver útgerð fyrr en eftir áramót er ekki gott að segja. Ég kom heim frá Noregi þann 26 ágúst og þessar myndir tók ég þá um morgunin áður en ég lagði í hann til Bodo.

Örnes og Andri BA 036

 

Hér er flotinn Turbo,Holmvag,Froyskjar,Polarhav,Polarfangst og Polar Atlantic. Vantar Öyfisk og Ogrunn.

 

 

 

 

Örnes og Andri BA 024

 

Þetta er ekki bátur þetta er mustanginn hans Torleifs Þessi er mjög lítið notaður svipað og með Skaren markmiðið að eiga hann. Þetta er flottur bíll er á númerum og í fínu standi. Torleif er búin að eiga þennan mjög lengi.

 

Hér segja menn að þú sért orðinn innfæddur norðmaður verði maður að eiga bát, snjóblásara og keðjusög og svo er auðvita toppurinn hjá þeim að eiga eigin bryggju og þetta á Torleif allt og meira til svo hann stendur alveg undir nafni að vera sannur norðmaður.

Örnes og Andri BA 005Hér sjáum við ferjuna Örnes og Hurtigrutuna mættast þarna er Örnes að koma og Hurtigrutuan að fara frá Örnes þetta er um kl 0730 að morgni Hurtigrutan kemur á hverjum degi alla daga ársins.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136003

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband