Lítið að frétta

Lítið að frétta hvort það sé frá Íslandi eða Noregi. Andri BA-101 klár til veiða ef við fáum leyfi til að veiða Arnarfjarðarækju. Polarflotinn liggur við kaja í Noregi í heimahöfn og verður allavega einn mánuð enn. Dröfn RE-35 ekki komin eða var ekki komin til okkar í gær. Hún fann rækju í Ísafjarðardjúpinu held ég fari rétt með að hún sé búin að landa yfir 20 tonnum af rækju af djúprækju. Það eru alveg ótrúlegar fréttir miðað við stöðuna á stofninum því í ástandsskýrslu hafró segir um Ísafjarðardjúpið " Samkvæmt stofnmælingu í október mældist
rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi nálægt sögulegu
lágmarki. Eins og á flestum grunnslóðasvæðum var
þorskgengd mjög mikil árin 2003–2005. Mikil
fiskgengd er talin hafa valdið mestu um minnkunina
frá árinu 2007. Í október 2010 mældist fjöldi af
þorski og ýsu yfir meðallagi og því ólíklegt að
rækjustofninn þar muni vaxa á næstunni. Ekki er
lagður til upphafsafli fyrir fiskveiðiárið 2011/2012."

Hafró taldi að rækjustofninn í djúpinu myndi ekki ná sér á næstu árum svo fá þeir bara mokveiði frétti að Dröfnin hafði komist í 5 tonn í einu hali. Í allri rannsókninni í djúpinu í fyrra fékk Dröfnin 401 kg. Hvernig getur stofn rétt svona svakalega úr sér frá því að vera í sögulegu lágmarki gefa  401 kg  yfir í 20 tonn á einu ári. Og ekki hefur fiskgengd í djúpinu minnkað því Dröfn hefur fengið mikinn fisk einnig. Hvernig verður þetta skýrt.

Að öðru fyrir nokkrum árum var ég sjómaður út í Danmörku eyddi tveimur sumrum sem sjómaður frá fiskibænum Hanstholm.

danmörk 053

 

Hér sjáum við Evu koma en á þessum var ég á netum

 

 

 

 

 

 

danmörk 054

 

Hér sést aftan á Evu. Þetta var svona hefðbundinn danskur kútter vel varin fyrir Norðursjónum en Norðursjórinn er eitt leiðinlegasta svæði sem ég hef verið til sjós á alltaf vindur og leiðinda sjólag.

 

 

 

 

danmörk 062

 

Löndun úr Evu. Lyftarinn var með litla bómu og svo voru kassarnir hífðir upp einn og einn í einu.

 

 

 

 

 

danmörk 063

 

Hér kemur fyrsti kassinn upp, þarna vorum við að veiða kulmule ( veit ekki hvað hann heitir á Íslensku) hann var seldur til Spánar og var mjög gott verð á honum en núna hefur verið lækkað mjög mikið vegna efnahagsástandsins á Spáni.

 

 

 

 

danmörk 067

 

Löndun lokið og ekkert annað en að færa bátinn og krakkarnir komnir um borð vilja fá smá siglingu. Þessar stíur sem þið sjáið þarna settum við öll netin við vorum með mikið að netum man ekki hvað mörg en þau voru einhver hundruð.

 

 

 

 

dk2 033

 

Hér sjáum við kannski of vel kulmula kominn á markaðinn í Hasntholm og var bíða eftir uppboði.

 

 

 

 

 

Hanstholm 035

 

Hér sjáum við Sandvik HM-123. Þessi var nú smíðaður á Akureyri hét held ég upphaflega Tjaldanes. En þennan gerði Jónatan Hallgrímsson út frá Hanstholm, held hann sé hættur og fluttur heim. Hann átti einnig þennan fyrir innan Sandvik hann hét Stromsvik.

 

 

 

 

Hanstholm 113

 

Hér sjáum við netabátinn Mechalan þessi brann svo seinna en mannbjörg varð. Keyptu svo annan gamlann togbát sem þeir breyttu til netaveiða.

 

 

 

 

 

Hanstholm 114

 

Hér sjáum við gamla Vestbank þetta er danskur rækjubátur, það eru feðgar sem eiga Vestbank og þegar þessi mynd var tekin voru þeir að bíða eftir nýsmíði sem er löngu komin í notkun í dag. Eru allt árið á rækju.

 

 

 

 

Hanstholm 162

 

Þessi er sænskur og er með beitingavél og gekk mjög vel á þennan alveg ótrúlegt ekki bátur upp á marga fiska, en það réru færeyingjar með svíanum og kom það fyrir að fresta varð brottför vegna björdrykkju skipstjóra og áhafnar.

 

 

 

 

Hanstholm 151

 

Dauðadeildin í Hanstholm fyrir nokkrum árum veit ekki hvernig staðan er á þessu í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136003

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband