Standby Standby

Já það er lítið að frétta af Standby skipinu Polarhav. Við liggjum en í höfn í Örnes og er allt orðið klárt og er áætluð brottför kl 15 sunnudaginn 16. okt og verður þá haldið til Bergen og eigum við að vera komnir þangað kl 15 á Miðvikudaginn 19.okt þar eigum við að leggjast að bryggju og fara í standby stöðu og bíða frekari fyrirmæla. Ég vona að það verði ekki eins og i sumar þegar Mærsk Logger var Stby í Kristiansund í nærri tvo mánuði og fóru fram áhafnarskipti tvisvar við bryggju í Kristiansund vona svo verði ekki hjá okkur því við höfum enga skiptiáhöfn Woundering. En það eru nú fínt að liggja við bryggju í BergenGrin.

 

Örnes júlí 2011 001

 

Hér sjáum við Holmvaag. Hann er að fara á síld má hann veiða 500 tonn og mun hann setja síldina í lás eða nót og kemur svo brunnbátur og dælir henni um borð og fer með hana til vinnslu. Það er alveg ævintýralegt verð núna á síldinni eða um 6 kr norskar fyrir eitt kg (120 kr íslenskar). Svo aflaverðmætið gæti orðið í kringum 60 miljónir íslenskar og hlutur á manninn milli 8 og 9 miljónir. Svo er ég að spá í að drífa mig að fara fiska Arnarfjarðarrækju og næ að fiska fyrir 10. miljónir ef ég verð heppinn sem gefur kannski 2,5 miljónir í hlut. Ég var á síld hérna fyrir þremur árum og þá fengum við 2 kr norskar fyrir kílóið svo verðið hefur þrefaldast á þremur árum svo það er bara gullgröftur að vera á síld eða uppsjávarfiski í dag. Þeir eru að vona að ná að fiska þetta á þremur til fjórum vikum svo það væri ekki slæmt að taka svona eitt stykki ágæt  íslensk árslaun á einum mánuði Grin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband