Sandnessjoen til Bergen

Ferðin hefur gengið frekar hægt hjá okkur enda búið að vera leiðndaveður. Frá Ssoen fórum við til Rörvikur innanskerja góðu veðri tókum 20 þús ltr í þar og héldum svo áfram

Örnes-Bergen2 002Þessi tók fram úr okkur á leiðinni frá S.soen til Rörvikur Fonnes heitir hann og renndi sér fram úr okkur á 13 sjm.

 

 

 

 

 

Við héldum svo frá Rörvik og fórum svo inn fyrir Hitru og svo áfram framhjá Kristiansund þar þarf að fara aðeins út fyrir skerjagarðinn og fengum við ágætt veður þegar við sigldum þar, þá var vindáttin að snúa sér frá SV til NV.

Örnes-Bergen2 015Þessi renndi sér fram úr okkur í sundinu milli Hitra og lands en þar var smá stapp á móti og Polarhav var bara á rúmum 6 sjm á klst en þessi renndi sér fram úr á 12 sjm.

 

Svo sigldum við innan skerja framhjá Alasundi í gegnum Fosnavaag og síðan var stefnan sett út fyrir Stad en það er nes sem teygir sig fram og þar framhjá þar allur sjórinn að fara til að komast áfram norður sem sagt getur verið mjög leiðinlegt sjólag og það var líka raunin í þessari ferð veltingur og bara leiðindi en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir.

Örnes-Bergen2 026Hér sjáum við kannski hvers vegna það getur verið frekar leiðinlegt því þarna er misdýpi mjög mikið og þarna erum við að fara mjög nærri landi fyrir innan Stad áður en við tökum stefnuna inn til Maaloey. 

 

Þegar komið er fyrir Stad settum við stefnuna inn með Maaloey og eftir það var bara þægileg ferð innan skerja alla leið til Bergen, þó það hafi verið stormur í hafinu þá vorum við bara í sléttum sjó og nánast í logni.

 

Örnes-Bergen2 035Hér sjáum við Baatbygg í Raudeberg á eyjunni Maaloey. En þessi mynd er sett inn fyrir Gumma frænda bara svona til að fá góðu minningarnar um þær fínu sex vikur sem við áttum þarna fyrir all mörgum árum.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen2 041Þessi var að koma úr slippnum þegar við sigldum framhjá hafði fengið nótina í skrúfuna og fór að leka hjá honum með öxlinum

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen2 044Maaloey, þarna er fínt Diskótek eða var allavega fyrir mörgum árum og hafa margir vestfirðingar stigið trylltann dans.

 

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 003Hérna erum við svo á leiðinni frá Maaloey til Bergen og stundum er þröngt þar sem sigld er sést kannski nógu vel á þessari mynd

 

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 014 

Hér erum við svo komnir til Bergen eftir 3 1/2 sólarhrings siglingu. Og erum í Standby stöðu og enginn veit hvað lengi það er aðeins í höndum veðurguðanna. En það sést glitta í Polarhav þarna .

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 011Svo hér sjáum við Polarhav við kaja í Bergen og í Standby mode.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Takk fyrir myndina af slippnum. Ég yngdist um mörg á við að sjá þetta.Þetta var mjög skemmtilegur tími. Á ekki að skella sér á gammel dans og rifja upp gumul spor.

Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband