23.10.2011 | 08:39
Í Bergen
Já við liggjum í ró í Bergen og bíðum nýrra fyrirmæla fengum fyrirmæli á föstudaginn og þau hljóðum upp á að við myndum fá ný fyrirmæli á mánudaginn. En það er bræla á miðunum og lítið hefur verið hægt að vinna á svæðinu. En þeir eru að vona að hægt verði að ljúka verkinu í næstu viku. Svo við höfum bara verið að spassera í bænum.
Hér sjáum við sundbátinn sem ferjar fólk yfir Vaagen í Bergen, það er einn í áhöfninni sennilega bæði með vélstjórnar og skipstjórnarskírteini.
Hann má taka 15 farþega og gengur hann frá kl 0800 til 1600 og er ferð á 10 mín fresti. Hef séð svona bát einnig í Kristiansund.
Hérna sjáum við yfir bæinn eða borgina þetta hlýtur borg yfir 340 þúsund íbúar á Bergensvæðinu. Við fórum með kláfi upp á fjallið fyrir ofan Bergen og það kemur þessi mynd.
Hér sjáum við leiðina upp sem kláfurinn fer held að þetta sé 560 m þangað upp og mesti halli er 27 gráður.
Hér sjáum við Odd Lundberg en hann kom hingað í gærkveldi sennilega að koma af makrílveiðum eða bara koma vegna brælu.
Havila Clipper kom áðan veit ekki hvað hún er að gera hérna.
Hér sjáum við inn á Normand Ferking nokkuð hressilegar baujurnar sem eru þarna.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.