Stril Merkur

Bergenhöfn 3 019

Hér sjáum við Stril Merkur. Sem er Standby/Rescue/Tug/Service Vessel.

Þetta skip er svona alhliða skip og t.d ef kæmi olíuhreinsistöð í Arnarfjörð þyrftum við sennilega að hafa svona sambærilegt skip. Hann hefur mikla möguleika varðandi allskyns sem getur hent í þessum bransa eins og öflugt slökkvikerfi, tæki til að berjast við olíuleka svo að sjálfsögðu almenn björgunarstörf. Einnig getur hann verið dráttarskip og svo framvegis. Svona skip verða að vera til taks í þessum bransa ef óhöpp verða og slys. Þetta er alhliða þjónustuskip á olíumiðunum.  

Hann er smíðaður á Spáni nánar tiltekið Gondan á þessu ári 2011. Hann er 97,55m langur 19,2 m breiður og ristir 6,48 m. Hann tekur 786 tonn af olíu og 439 tonn af vatni fulllestaður. Hann hefur togvindur upp að 120 tonnum og togkraftur er ca 250 tonn. Hann er með tvær Mak vélar hvor um sig 4500 kw. Hjálparvélar eru fimm. Ein Caterpiller sem skilar 2350 kw, tvær sem skila 968 kw og svo ein sem skilar 601 kw, svo hefur hann eina neyðarrafstöð sem er 230 kw. Skipið er búið Hybrid kerfi eins og í Toyota og er það með tvo 2. MW mótora til að keyra inn á skrúfurnar Scana Volda Skrúfan er 4 metrar í þvermál og er 4.blaða. Skipið hefur fjórar hliðarskrúfur. eina að framan sem er 1200 kw tvær að aftan sem er 800 kw hvor og svo eina Azimuth skrúfu sem er 1800 kw. Hámarkshraði er 21,5 hn í góðu verði en 20,0 hn í kaldaskít eða brælu. Olíueyðsla í svona venjulegu standby verkefni er svona 4 til 7 tonn af olíu á sólarhring. (Polarhav Standby og Guardvessel fer svona með 350 ltr af olíu í svona venjulegu verkefni ). Það eru íbúðir fyrir 40 manns en í áhöfn eru 18 manns.

Hann kom hérna inn fyrir ca 5 dögum síðan og er sennilega eins og Poalrhav í Standbymode.

Allt er við það sama hjá okkur hérna í Bergen Skandi Seven kominn aftur í höfn og nú eins og staðan er núna er reiknað með að skipið fara í fyrsta lagi á fimmtudag eða föstudag. En gæti breyst skyndilega ef langtímaspáin breytist svo við verðum að vera á tánum.Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband