5.11.2011 | 07:35
Enn í Bergen
Já við erum enn hérna í Vaagen í Bergen og reyna að láta tímanna líða hratt. Þetta er nú gott starf að liggja Standby enginn veltingur, enginn vélahávaði, enginn sjóveiki og svona mætti lengi telja. Góðu fréttirnar eru nú samt þær að vinnan byrjaði í gær og er þessi blessaði borpallur kominn á sinn stað án þess að við svo fórum úr höfn. Almenn vinna byrjaði svo kl 0700 í morgun að norskum tíma og ef allt gengur að óskum eigum við að yfirgefa Bergen á mánudaginn eða þriðjudaginn 7-9-13. Veðurspáin er góð næstu daga svo þetta ætti að ganga. Svo nú er kannski farið að sjá fyrir endann á verkefninu þessu standbyverkefni Polarhav.
Nýi og gamli tíminn mættust má segja í Bergen fyrir nokkrum dögum. En hér sjáum við hefðbundinn farþegabát sem sigldi á Norsku ströndinni fyrir allnokkru síðan. Hann heitir Vestgar. Og var byggður 1957 hjá Höivolds.mek Verksted í Kristiansand. Er hann 35,23 m langur og 6,35 m breiður. Með Wichmann AC aðalvél sem er 480 hestöfl. Upprunalega var hann með tvær ljósavélar Lister 27 hestafla, þær eru nú sennilegar farnar en Wichmann er en til staðar. Hann hafði leyfi fyrir 252 farþega og var með sali uppi og niðri og það voru sæti fyrir 171. farþega. Var hann í notkun frá 1957 til 1979 þegar hans rúta var lögð niður. Þá var hann seldur og var fljótandi bænahús til að boða kristna trú og fékk nafnið Fredbudet. En var svo keyptur aftur 2007 til að endurbyggja hann í upprunalegt horf og varðveita minninguna um þessa tegund farþegabáta í Noregi. Rútan sem hann gekk var frá Oygarden til Nordoysund með viðkomu í Bergen og tók ferðalagið 5 klst og voru tvær ferðir á dag.
Svo er það nýi tíminn Fjord Prins. En hann gengur á milli Sogn og fjordene og Bergen. Hann er 38 metra langur og hefur tvær MTU vélar sem skila honum ferð upp á 36 hn Hann var byggður 1987 svo hann er aðeins yngri heldur en Vestgar.
Í dag virðist ætla að rigna í Bergen en það er svo sem ekkert nýtt held við höfum fengið heila tvo daga sem hafa verið alveg þurrir enginn rigning. En það hefur verið hlýtt og t.d í gær var 18 stiga hiti hérna og gekk á með rigningaskúrum annars mjög gott veður. Heimamenn hérna segja reyndar að hér sé aldrei vont veður fólk velji bara ekki rétt föt þegar það fer út.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.