6.11.2011 | 07:52
Vesturlandið og fleira.
Þessi kom í gærmorgun. Og þegar hann talaði við hafnarverðina í talstöðinni kom í ljós að þetta var færeyingur og færeyski báturinn Vesturland frá Hósvik.
Guard Vessel Vesturland.
Og hér sjáum við hann betur. Hann var að koma í skoðun hjá Statoil, en allir bátar sem eru í vinna í þessum bransa þurfa að fá góðkenningu að þau standist þær kröfur sem gerðar eru til vaktskipa og annara skipa í þessum bransa. Færeyingarnir hafa verið vinsælir þeir hafa verið ódýrari heldur en norsku skipin og verið með miklu færri áhafnarskifti, það skiptir færeyingana litlu máli hvort túrinn er 4 vikur eða 8 vikur þeir eru svona svipaðir og múkkinn líður best úti í ballarhafi. Þannig að færeysku bátarnir eru kannski með helmingi færri áhafnarskifti heldur en við. En alltaf gaman að sjá færeyinga. Þeir voru þrír um borð og einn var alveg helvíti líkur Árna færeyingi svona í fjarlægð var örugglega frændi hans.
Svo seinnipartinn fór Vesturland aftur og hefur sennilega fengið grænt ljós til að halda áfram, ég veit ekki hvert þeir eru að fara og hvar þeir eru með verkefni en báturinn fór Norður frá Bergen svo sennilega Troll maður veit samt ekki. Þeir hafa leyfi til að vera þrír ef þetta væri íslenskur bátur væri lágmarksáhöfn fjórir menn.
Þessi kom róandi inn Voginn í gær veit ekki hvað stóð til hjá honum kannski ætlaði hann á pöbbinn í gærkveldi hver veit. Þetta minnir man bara á það þegar maður var lítill heima á Bíldudal og Ingólfur Vald var að róa fram á voginn til að vitja rauðmaganeta og við púkarnir vorum alltaf að spyrja hann hvers vegna hann fengi sér ekki utanborðsmótor. En það væri nú gaman ef skektan hans Ingólfs væri nú en til og henni væri róið á voginum heima á sumrin.
Rákumst á þessa þurrkví í Laksvaag hérna fyrir utan miðbæinn þessi er sennilega gömul og virðist ekki vera í notkun lengur getur þó vel verið.
New Venture Fairfield. Hafrannsóknarskip og seimic. Veit ekki hvað væri á íslensku. Skráður í USA.
Sea Explorer. Rannsóknarskip einhverskonar ekki seimic skip. En er eigu fyrirtækis sem á mörg Seimic skip er skráður í Bahama
Við fengum jákvæðar fréttir í gær kl 1600 vinna hjá Skandi Seven er byrjuð á fullu og allt gengur samkvæmt áætlun og að öllu eðlilegu verðum við kallaðir til starfa annað kvöld (mánudag) gæti þó dregist fram á þriðjudag kemur í ljós kl 1600 í dag. Set svo mynd að lokum þegar Skandi Seven yfirgaf Bergen á miðvikudaginn síðasta.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Páll,
Ætli þetta eigi ekki að vera Seismic, og myndi þá vera einhverskonar jarðskjálfta/bylgju skip.
Elfar Steinn (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 10:28
Jú seismic á það að vera. Skip sem skannar botninn með hljóðbylgjum til að finna ný olíusvæði og bestu staðina til að bora eftir.
. Sumir segja að Seismic sé versti óvinur fiskimannsins og fiskimið séu lengi að jafna sig eftir að sieismic skip er búið að vera á svæðinu. Væri sennilega ekki gott að svona skip væri að skanna rifið meðan strandveiðitímabilið væri.
Jón Páll Jakobsson, 6.11.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.