Allt gengur eins og á að ganga.

Allt gengur vel hérna hjá okkur. Skandi Seven kom aftur til okkar í gær og var að vinna hérna í tæpann sólarhring svo fór hún aftur út á Vigdis svæðið og síðan fara þau í áhafnarskipti en það eru 89 manns um borð og sennilega er ekki skipt um alla 89 í einu ætli því sé ekki skipt niður í nokkur holl, ekkeert bólar á áhafnarskiptum hjá okkur enda vonandi ekki nema rúm vika eftir, en er reyndar að spá leiðindaveðri á mánudag og þriðjudag gæti seinkað verkefninu en við vonum nú samt ekkiSideways.

Við fengum heimsókn í fyrradag held ég en þá komu 3. menn frá borppallinum Songa Trym að kíkja á okkur í blíðunni.

Trollc3 009

 

 

 

 

 

 

 

Trollc3 010

 

 

 

 

 

 

 

Trollc3 008

 

 

 

 

 

 

 

Nú er svona kaldaskítur en fer vel á því á rekinu við rekum svona í kringum 1 nm á klukkustund og er látið svona reka í 3 til 4 klst og svo kippt til baka getur ekki verið einfaldara. Enginn fiskibátur hefur verið á veiðum innan 24 sjm hjá okkur svo mjög lítið að gera.

Sól að koma upp troll 002

 

Sólin að koma upp í gærmorgun

 

 

 

 

 

Sól að koma upp troll 003

 

 

 

 

 

 

 

Við höldum að hásetinn hafi sett met í gær en þá horfði hann á einhverja framhaldsmynd í tölvunni hjá sér samfellt í 16 tíma án þess að taka sér pásu eða gaf sér tíma til að borða morgunmat. Frá átta um kvöldið til tólf á hádegi líka kláraði hann fyrstu seriuna. Í nótt gafst hann upp kl 0700 var orðinn eitthvað skrýtinn ú hausnum og fékk að leggja sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af þér á rekinu :)

Rólegt hér í augnablikinu en búið að vera ágætis nudd þegar gefur fyrir helvítis brælum.

Siggi Óla (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er hægt að gera út á að passa borpalla, kaupa úreltann dall og mæta? 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.11.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Mjög gaman að lesa þessi blogg hjá þér og kynnast öðru vísi sjómensku en hérna heima.  kv af torginu

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.11.2011 kl. 23:48

4 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Sæll Hallgrímur. Við settum alla gömlu dallana í niðurrif en færeyingarnir komu þeim í offshore sem guard vessel. Þetta er nokkuð stór markaður og færeyingarnir eru stórir á þessum markaði en hvort sé auðvelt eða erfitt að komast inn í hann veit ég ekki um. En markaðurinn fyrir Guard stækkar sennilega þegar olíuleitin og vinnslan færist Norðar, fleiri fiskiskip.

Jón Páll Jakobsson, 19.11.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband