21.11.2011 | 10:27
Allt gengur sinn vanagang.
Já tíminn flýgur áfram hjá okkur eða svoleiðis. Samkvæmt plani eigum við að vera lausir hérna 26.nóv en hver veit gæti orðið seinna ekki fyrr. Það var lítið talað um landsfund sjálfstæðismanna hérna í talstöðinni yfir helgina sem er auðvita skrýtið hélt að hann væri allstaðar þekktur.
Við erum með eitt skip á slóðinni sem við verðum að hafa augun með en það er seismicskipið Songa Spirit og fylgir honum guard vessel Faxaborg (sem er gamla Faxaborgin frá Rifi held að þar áður hafi það verið Skarfur frá Grindavík).
Hér er Svo mynd af Faxaborg Guardvessel.
Songa Spirit má ekki koma nærri þeirri vinnu sem Subsea7 er að vinna að svo við verðum að vera vakandi yfir þessu. en næst hafa skipin komið 8,4 sjm frá okkar staðsetningu og ég á frekar von á því að þeir munu ekkert koma nær en hver veit svo við verðum að vera tánum.
Við höfuðóvininn fiskiskipið þá höfum við ekki haft neitt fiskiskip á veiðum fyrir 16nm frá okkar staðsetningu.
Annars höfum við bara reynt að borða góðann mat og hafa fínann desert með.
En svona verður nú ekki dag því það verður venjulegar kjötfarsbollur með gömlu kartöflum og mauksoðnu grænmeti.
Veðurspáin er slæm fyrir næstu viku á að blása á okkur upp í liten storm eða 22 m/sek með leiðindasjólagi og skemmtilegheitum.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 136016
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.