Bræla og aftur bræla

Og ekkert annað í kortunum fyrir næstu daga.

bræla 005

Já nú eru svona 18 m/sek og fer upp yfir 22 í kviðum það er sunnanvindur og sem betur fer ekki mikill sjór en við erum búnir að slóa í alla nótt og gerum enn, höfum við farið 3,4 sjm á næstum 16 tímum og erum við aðalvélina (callesen) hálflestaða. En hann á að fara snúa sér í vestanátt og síðan kannski norðvestan og þá stækka öldurnar og eru hann nú að spá 10 til 13 m ölduhæð á þessu svæði á föstudaginn Devil. Svo við verðum bara bíða og sjá. Öll skip eða næstum öll eru búin að koma sér í land og eru því bara við hérna og tvo önnur skip sem hafa ekki heimild til að fara Havila Troll og Skandi Sotra. Öll þessi stóru eins og Skandi Seven sem eru í neðarsjávarvinnu eru farin í land. Þessi bræla kemur sér mjög illa fyrir okkur hérna um borð því verkefninu bara seinkar og fengum við email í gær sem sagði okkur að búið væri að lengja verkefnið til 2. des sem byrjunardag og 16. des sem lokadag sem sagt á tímabilinu 2.des til 16.des verðum lausir (7-9-13).Blush. Held ef við verðum hérna til 16.des verði matarbirgðir orðnar mjög litlar og lítið annað en vatn,Haframjöl og hrísgrjón, því þegar við fórum frá Bergen tókum við kost fyrir 15 daga + vikuseinkun en Subsea7 sagði okkur þá að verkefnið yrði lágmark 10. dagar en hámark 15. dagar. hefðum ekki átt að taka mark á þeim því ekkert hefur nú staðist hjá þeim blessuðum síðan við fórum frá Örnes 15.okt í 10. daga verkefni.Cool. En eins og einhver sagði það eru smá bjartahliðar á þessu og þær eru money money.

bræla 003

 

Já það jákvæða eru að sjálfsögðu maður fær borgað fyrir þetta þó stundum manni finnst launin ver frekar fátækleg þegar meður veltist hér um passandi einhvern kapall sem liggur á botninum.

 

 

 

 

 

 

bræla 001

 

Mikill traffík var í kringum borpallana í gær mikið skipum sem komu með vistir svo sem vatn,oliu sement og fleira, verður sennilega ekki hægt að koma upp að þeim næstu daga nema í nauðsyn.

 

 

 

 

 

 

Síðustu dag hefur Stril Merkur verið hérna í kringum borpallinn West Venture. Starfsmenn hafa verið að vinna utan á borpallinum og var því Stril merkur til taks ef eitthvað óhapp yrði t.d ef menn myndu falla í sjóinn og svo framvegis t.d misstu þeir fimm tunnur í hafið og þá var Stril Merkur fljótur að pikka þær upp.

Bergenhöfn 4 013

 

Hér sjáum við skipið Stirl Merkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband