1.12.2011 | 09:14
Leitað vars.
Í gærkveldi tók ég þá ákvörðun í samráði við Subsea7 að leita vars og fengum við leyfi kl 2130 til að yfirgefa varðstöðu við TrollC. "permission to seek shelter". Ástæða að við fengum að yfirgefa svæðið var stormur sem er að herja á í þessum skrifuðu orðum . Við héltum í var inn í Sognefjörð sem er langur og djúpur (veit ekki hvort hann sé lengstur Norskra fjarða allavega ekki langt frá því) við erum núna á ca 600fm dýpi og eigum eftir ca 70 sjm inn í botn og erum búnir að sigla svona ca 16 sjm. Reikna með að halda út á miðin í kvöld og vera kominn í varðstöðu um miðnættið sýnist að það ætti að ganga upp.
Við fengum smá jákvæðar fréttir af steinskipinu þ.e.a.s skipinu sem á að hylja kapalinn sem við erum að vakta, skipið er að lesta grjóti í nágrenni Bergen og er svo væntanlegt eftir það það er verið að koma ca 27.000 tonnum af grjóti um borð í það. þarf nokkur vörubílahlöss í það.
En hér sjáum við mynd af steinskipinu Stornes sem á að gera þessa vinnu það er 175m langt og 26 m breitt. það getur unnið niður á 2000m dýpi. Slaka þeir röri niður og fara svo steinarnir í gegnum rörið niður á botn akkúrat þar sem þeir eiga að vera. 27.000 tonn í ferð. Það er Hollenska fyrirtækið Van Oord sem á skipið kemur ekki á óvart að hollendingar eigi svona skip því mikið þarf að dæla til efni í Hollandi.
Hér sjáum við svo Stornesið lesta einhvers staðar
Svona lítur það út tómt. Stornes er smíðað í Kína 2010 það er með 2X 4000 kw vélar og gengur ca 15 sjm það ristir 10,7 m en lestað tæpa 15 metra. í áhöfn eru 56
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta stórgríti sem sett er niður eða gróf möl?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.12.2011 kl. 19:11
Skilst að þetta sé 4 tommur x 4 tommur. grjót eða gróf möl
Jón Páll Jakobsson, 10.12.2011 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.