17.12.2011 | 16:41
Rækjuveiði verður örugglega leyfð
eða svo segir Hlynur Björnsson Vélstjóri á Ýmir BA-32. sskr 1499. En þeir voru í seiðarannsókn fyrir hafró í síðustu viku og hann var svo bjartsýnn að hann sagði þetta við mig og ég trúi honum.
Rannsókninni lauk á fimmtudaginn svo við gætum fengið að vita þetta fyrir jól nema hafró sé farin í jólafrí. Það væri kærkomið að hreyfa bátinn þ.e.a.s Andra BA-101 en hann hefur legið óhreyfður síðan 28. janúar síðastliðinn ef frá er talin ein ferð suður í Stykkishólm þar sem hann var tekin í slipp.
Hér sjáum við Svan Þór Jónsson tilbúinn í löndun úr Andra BA-101 í mars 2009 er þetta fyrsta löndun bátsins á Bíldudal nánar tiltekið 23.03.2009.
Einbeittur á svipinn.
Þarna ríkti mikill bjartsýni hjá okkur Hafró búin að leyfa 500 tonna kvóta og við máttum veiða 125 tonn. Svo bjartsýnir vorum við að við ákváðum að skipta um spil og allt glussakerfi í bátnum og setja tog og dragnótartromlu um borð. En þá komu fyrstu neikvæðu fréttirnar kvótinn var skorinn niður úr 500 tonnum niður í 300 tonn og máttum við veiða 75 tonn. Svo það varð mikið reiðarslag fyrir reksturinn þegar ný var búið að fara í svona miklar fjárfestingar. Enginn teikn voru á lofti að stofninn væri á niðurleið. Svo á síðustu vertíð var kvótinn 400 tonn og fengum við að veiða 100 tonn. Svo í ár hefur ekki verið gefið út aflamark í Arnarfjarðarrækju vegna seiða í firðinum, og við vitum að stofn rannsóknin í haust eykur ekki bjartsýni okkar á stórum heildarkvóta en við vonum það besta.
En við skulum vona að kvótinn verði stærri heldur en þessi mynd gefur til kynna
Hey þetta er nú ekki skipstjórinn á Andranum nei nei þetta er nú gamall rækjusjómaður úr Arnarfirði sem man tímana tvenna, að upplifa rækjufílinginn svona rétt fyrir elliheimilið.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.