Þriðja vikan búin

Jæja þá eru þrjár vikur búnar á rækjuveiðum þetta árið og farið að síga á seinnihlutannWoundering. Nú eru ca 14 tonn eftir af úthlutuð kvóta. En búið er að veiða um 35 tonn af 49 tonna kvóta. 

Þessi vika einkenndist af leiðinlegu tíðarfari og voru bara þrjár sjóferðir farnar. Mánudag,fimmtudag og föstudag. Og höfðust 8,3 tonn í þessum veiðiferðum. Vorum við tvo daga inn á Geirþjófsfirði og suðurfjörðum Arnarfjarðar og einn dag fórum við fyrir Langanesið og drógum á norðurfjörðum Arnarfjarðar.

 

DSCN1350

 

Hér sjáum við Brynjar BA-128 taka trollið við Ófærunesið á Fimmtudaginn. Þarna eru þeir félagar að byrja að hífa í stertinn eða rússann og þar með hífa pokann að síðunni.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1349

 

Ýmir BA-32 að taka trollið við endann á Ófærunesgrunninu sem skilur að Geirþjófsfjörð og Trostansfjörð á fimmtudaginn þarna höfðu þeir fest þegar þeir ætluðu að toga með grunninu og inn á Trostansfjörð.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1352

 

Þeir bræður að taka trollið inn á Fossfirði á fimmtudaginn en þarna eru þeir að undirbúa að taka trollið innfyrir og halda í höfn því dagbirta á síðasta snúning.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1355

 

 Þessi er tekin í gær föstudag og nýbúið að hífa við Gíslaskerið og eru þeir bræður Sindri og Hlynur önnum kafnir að hreinsa rækjuna og koma henni niður í lest þarna erum við á Andra alveg við hliðina á þeim og erum að toga inn fjörðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörmulegt sjóslys varð í Noregshafi í vikunni þegar Hallgrímur SI-77 fórst og með honum þrír menn en einn bjargaðist úr hafi. Ég votta aðstandendum samúð mína. En vill hrósa norsku strandgæslunni fyrir björgunarstörfin við mjög erfiðar aðstæður.

DSC01416

  Á Hallgrími var undirritaður stýrimaður í eitt og hálft ár og líkaði vel við skip og áhöfn. Þarna sjáum við þegar skipið kemur til Bíldudals frá Ísafirði og má segja að undirritaður hafi fylgd með í kaupunum en áður en skipið var keypt til Bíldudals hét það Sólborg I og var gert út til rækjuveiða frá Ísafirði.

 

 

 

 

 

 

DSC01461

 

Góð stund um borð í Hallgrími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var nú eitt besta sjóskip sem ég hef verið á og duglegur togari í allastaði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband