18.2.2012 | 22:03
Akkúrat ekkert um að vera hjá mér!
Já lítið eru um að vera hjá undirrituð þessa dagana, úthlutuð kvóta náð svo það eru bara rólegheit. Beðið eftir kallinu til Noregs verður sennilega ekki þó fyrr en í Mars, því ekki langt síðan skipið fór út án mín. Nú er Polarhav staddur við gæslustörf á Heimdal svæðinu sem er NV af Stavangri. nýtt verkefni kom upp í byrjun feb.
Samt var farið á bryggjuna í síðustu viku og teknar nokkrar myndir.

Hér sjáum við lyftaramanninn og löndunarstjórann Jón Sigurðsson koma með kör af Ými BA-32 á vigtina.

Vigtarmaðurinn Hlynur Aðalsteinsson (Dýrfirðingur) tilbúinn Alltaf tilbúinn hann Hlynur og takið eftir því hann getur gert tvennt í einu vigtað og talað í símann.

Löndun lokið og þá er tími til að spjalla oft spjallað í vigtarskúrnum en það sem er sagt í skúrnum fer ekki lengra sem sagt ekki útfyrir dyrnar með það.

Rauða gullið.

Jón mjög vandvirkur þarna enda enginn furðu þegar þú meðhöndlar rauða gull.

Áhöfnin á Ými BA-32 . Sindri Björnsson og Hlynur bróðir hans.

Ýmir BA-32 undir löndunarkrananum.
Í dag fórum við í prufuferð að kanna hvort einhver rækja væri út í firði og voru í áhöfn. Jón Páll Jakobsson, Snæbjörn Árnason og Svanur Þór Jónsson. Ekki urðum við varir við rækju en nokkrir þorskar voru í fiskiskiljunni þegar híft var.

Þegar við fórum á stað mættum við björgunarskipinu Verði II frá Patreksfirði en hann var að fara í smalamennsku í Geirþjófsfjörð en við rækjusjómenn höfum verið varir við fé þar.

Svanur Þór tók Útstímið.

Góðir þorskar sem voru í skiljunni þegar híft var. fínir í kistuna.

Bátsmaðurinn að eiga við fiskinn.

Já sjómennskan er ekkert grín.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.