21.2.2012 | 22:31
Rækjuvertíð hafin á ný?.
Við tókum þátt í uppboði Fiskistofu í síðustu viku og buðum í 2,5 tonn af Arnarfjarðarrækju í skiptum fyrir 300 kg af ufsa og í gær tók Fiskistofa tilboði okkar svo það var ekkert að gera en að fara í dag og reyna að ná í þessi 2,5 tonn gekk það vonum framar því klukkan rúmlega þrjú í dag vorum búin að veiða þessi 2,5 tonn og gott betur eða rúm þrjú tonn. Svo við erum aftur búin með Arnarfjarðarvertíð þetta árið nema Hafró bæti við kvótann.
Það er stundum rólegt hjá hásetanum á rækjunni, en hér ver bara slappað af og beðið eftir að híft verði.
Að mæta Ými BA-32 í snjómuggunni.
Brynjar á toginu við Langanesið.
Glens og fjör þarna um borð en mér sýnist annar bróðirinn vera að sýna listir sínar.
Svo verður að landa aflanum og þá er vissara að vera með hjálm þegar sumir fara á kranann.
Meiri segja hafnarvörðurinn kominn til að kíkja hvort allt sé ekki í lagi og kranamaðurinn geri nú enga vitleysu.
Aflinn í lestinni hefði verið pláss fyrir meira en enginn kvótinn.
.
Fyrsta karið híft upp hvað er að sjá sjálfur skipstjórinn í lestinni.
Allt eins það á að vera karið komið upp á bryggju og Jón mættur gengur eins og smurð vél.
Skipstjórinn að kíkja á vigtina allt hárrétt og áhöfnin bara ánægð með daginn.
Þá er ekkert nema ísa aflann í körin hvar er restin af áhöfninni?
Nú þarna er hásetinn bara kjafta!.
Já löndun gekk vel svo var bara ekkert annað en að fara heim og borða saltkjöt og baunir í tilefni af Sprengidegi. En tekið skal fram að ekki eru allir dagar svona auðveldir á sjónum. Því sjómennskan er ekkert grín
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.