Kanturinn við Sklinna.

Já nú erum við búnir að taka tvo daga á veiðum hérna við Sklinna, fiskerí hefur verið frekar rólegt komnir með ca 9 tonn eftir þessa tvo daga. Í gær fengum við nánast allann dagsafla í eina trossu eða tæp fjögur tonn en þá vorum við með þrjár 40 neta trossur í sjó. Í dag drógum við 5. trossur og svo besta gaf ca eitt tonn en sú lakasta bara einhver 200 kg. Núna liggjum við bara á drift og bíðum eftir morgundeginum til að ath hvort einhverjir ufsa koma. Margir bátar eru á slóðinni t.d. Loran, Eidöyfisk,Nesbak, Fiskenes,Björnson,Stalholm, Sjovær og Svenör. Loran Nesbak, Sjovær og Fiskenes eru allt stórir autolinubátar sem skipta yfir á net á vertíðinni og veiða þá ufsa og þorsk þeir frysta allann aflann um borð og svo er bara dregið á vöktum. Gott fiskerí var í Röst í dag og fékk Polar Atlantic 15 tonn af hausuðum afla í dag í þrjár 30 neta trossur, svo ég held að við nennum ekki að hanga lengi hérna heldur förum að drífa okkur í þorskinn.

Ufsi 2012 011

 

Fyrstu rúllumyndirnar árið 2012 nokkrir ufsar að renna inn fyrir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 013

 

Enginn á rúllu á netaveiðum í Noregi flest allir stóru bátarnir komnir með spilið upp á efra dekk og svo fer netið það niður á millidekk og á borðið enginn lúga opin.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 017

 

Svona var í síðustu netin eða mjög gott held að við höfum fengið um 1000 fiska í síðustu fimm netin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 005

 

Staalholmen mættum honum þegar við fórum til Rörvikur þá var hann á útleið. Gamall beitingavélabátur sem er búið að breyta í netabát.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 020

 

 

Hér sjáum við svo Loran en þetta er eitt af flagskipum norðmanna í autolineflokknum flottur bátur og fiskar alveg heilt helvíti, hann kaupir öll net frá Neptúnus ehf í Reykjavík og er hann mjög ánægður með netin.

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 024

 

 

Grunnbrot bið Sklinna áðan en það var svona vestankvika og braut vel á Horsgrunnen þegar við sigldum famhjá

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum tvær myndir fyrir laxeldiskalla. En þessar eru teknar af stöðinni sem er fyrir utan Rörvik.

Ufsi 2012 002

 

Kannski verður þetta svona í framtíðinni í Arnarfirði hver veit.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ufsi 2012 003

 

Stöðvarhúsið eða pramminn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þessu blogi lokið að sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 136084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband