Við lönduðum í gær.

Já við lönduð í gær í Röst, vorum með 31 tonn. Við vorum í Röst kl 0740 og byrjuðum að landa rúmlega átta, löndun var lokið rétt fyrir tólf þá var stefnan sett á Væroy til að taka kassa og ís en frá Röst til Væroy er ca tveggja tíma stím, þegar þangað var komið var ískortið okkar útrunnið svo við urðum að hringja í ísverksmiðjuna til að fá ís og tafði það okkur um ca klukkutíma. 

Frá Væroy sigldum við svo í trossunar og byrjuðum að draga þær snemma í nótt og vorum búnir rétt fyrir eitt og höfðum rétt tæp 7 tonn úr þremur trossu, og nú látum við bara reka búnir að leggja 5 trossur og þá er bara vona að sá guli syndi og festi sig í netunum í nótt.

Þar sem við lönduðum hefur verið stanslaus vinna sjö daga vikunnar í einn og hálfann mánuð og ekkert lát á því sögðu þau á skrifstofunni fiskkælirinn fullur af fiski og á hverjum degi bættist bara við frekar en hitt.

DSCN1644

 

Svona fer nú löndun fram hjá þeim tóm kör hífð niður í lest og þar sturtum við úr kössunum, en við ísum allt í 45 kg kassa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1648

 

 

Innsiglingin inn til Röst hún er frekar þröng og grunn og ekki sniðugt að lenda út úr henni, en má segja að Röst sé bara sker við sker.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá Röst var farið til Væroy og þar gafst meiri tími til myndatöku.

DSCN1655

 

Nálgast Væroy.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1658

 

Innsiglingin inn til Væroy hún er víst orðinn góð frá því sem hún var áður veit auðvita ekkert um það skrifa bara það sem mér er sagt en þetta er bara nokkuð breið og góð renna inn.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1660

 

Höfnin í Væroy þarna eru fimm fiskvinnslustöðvar sem allar vinna eingöngu í skreið á Ítalíu, svo er einnig síldarvinnsla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1669

 

 

Þarna er sko nóg af skreiðarhjöllunum, en þeir sem unnu í skreið borgðu besta verðið á vertíðinni en þeirra vertíð er lokið þora ekki að taka lengur við fiski orðnir hræddir um flugu. Ekki er gjaldgengur tveggja eða þriggja nátta fiskur í skreið, þeir kaupa eingöngu góðann fisk og netin meiga ekki liggja lengur en í ca 8 til 10 tíma.

 

 

 

 

 Sá fiskverkandi sem ég talaði við sagði mér að þeir byrjuðu að pakka skreiðinni í sumar og væru að pakka alveg til jóla en þá fara þeir að gera klárt fyrir næstu vertíð . Það eru tveir bræður sem eiga þá fiskverkun sem ég skoðaði í gær og vinna 15 manns hjá þeim.

Gott í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband