6.4.2012 | 21:40
Kvótinn búinn.
Já sæll, við erum búnir að veiða þorskkvótann voru sex daga að veiða þessi 82 tonn af slægðum og hausuðum þorski. Ágæt veiði var í dag eða um 16 tonn. En síðustu dagar hafa verið mjög góðir 10 tonn í gær og 22 tonn í fyrradag.
Við fengum löndun í Veidholmen og höfum við nú sett stefnuna þangað en er það um 320 sjm sigling en ekkert liggur á því við byrjum ekki að landa fyrr en á mánudaginn.
Lítið hefur verið um svefn hjá síðuritara síðustu daga og hefur kojan í klefanum verið ónotuð, hefur þetta verið svipað og hjá Tryggva Ófeigs og félögum bara kasta sér á brúargólfið, nei þess þarf nú ekki alveg því ágætisbekkur er í brúnni.

Síðasta baujan í dag og á þessari vertíð.

Kastað á baujuna.

Hér Tomaz að snúa ofan af buxunum, en það sem norðmenn kalla buxur er klof ca 8 til 10 faðmar sem eru hnýtir í flot og blýið og svo fer endinn á buxunum í sjertann svo er snúið upp á buxunar ef þarf til að fá teinaklárt inn á spil.

Hér sjá og um við nóta og snurvoðabátinn Trinto en það verið að endurbyggja eins og hann er. Hann kom og kastaði fyrir vestan okkur og gat ég ekki annað séð að hann fengi mjög gott í því hali, var hann lengi að taka það og svo fór hann að vinna en hann frystir um borð.

Hér fær hann að blæða þorskurinn áður en hann fer í slægingu og hausun. Þegar norðmenn tala um slægðann fisk er bæði búið að taka innan úr honum og hausinn af.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.