9.4.2012 | 15:48
Löndun lokið og stefnan sett á heimahöfn.
Já við erum búnir að landa hjá honum Oddbirni í Veidholmen Fisk AS. Gekk þetta allt eins og sögu og hann var ánægður með fiskinn og hækkaði verðið og borgaði okkur 3 kr hærra heldur en við fengum í Röst, en við fengum 18 kr( ca 390 kr íslenskar) fyrir kg.

Og nú erum við komnir enn og aftur stím og nú er það heimahöfnin og reikna ég með að það taki okkur rúman sólarhring að sigla þá leið. Ættum við að vera komnir til Örnes annað kvöld og þá er ekkert nema ganga frá skipinu og svo er bara offshore vinna framundan held ég niður á Heimdal svæðinu en útgerðin er kominn með samning við fyrirtækið Subsea Seven alveg fram í nóvember.
Áhöfnin á Polarhav þessa stuttu vertíð.

Veidholmen fisk AS og Polarhav við kajann.
Hér sjáum Hafið í morgun en það er vel í henni peran alveg á kafi .

Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.