Þá erum við í heimahöfn.

Já nú liggur Polarhav við kaja í Örnes og búið er að þrífa og ganga frá öllu. Ég kom um borð þann 16/3 í Alasundi og vorum við búnir að öllu í gær 12/4. Allir bátarnir eru búnir og liggjum við hérna þrír við þessa bryggju. Polarhav á nú að fara í offshore niður í Norðursjó og einnig Polar Atlantic. En Polarfangst fer á nót að reyna við ufsa. Sennilega fer ég með Polarhav, allavega til að byrja með. Einhver kergja er yfirmönnunum hjá fyrirtækinu vegna þess að til þessa hafa túrarnir verið 6. vikur en við viljum ekki hafa þá lengri en 4. vikur eins og eru á öðrum skipum í svipuðum verkefnum.

 

Hérna rétt fyrir framan stefnið hjá mér liggja þrjár trossur sem trillur eru með og sýnist mér kallarnir vera fá ágætiskropp, þetta eru bátar í opna kerfinu en í því færðu ca 18 tonn af slægðum fiski, allir sem eru skráðir fiskimenn geta komist inn í þetta kerfi, held að krafan sé samt sú að þú verður að sýna fram á að yfir 50 % af tekjunum þínum komi frá sjómennsku. Í þessu kerfi eru aðallega eldri menn og svo ungir menn sem vilja koma undir sig fótunum í sjómennsku. Hér geta líka ungir menn fengið hagstæð lán ef þeir hafa áhuga á að byrja í sjómennsku.

 

DSCN1745

 

Nóg að gera hjá honum, margir þessara kalla verka svo fiskinn sem lútfisk og selja fyrir jólin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1746

 

Ekki búnkuð netin en svona ágætiskropp fyrir einn mann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum það er fallegt að sigla upp með Helgelandkysten og set ég hérna inn tvær myndir.

DSCN1741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband