23.4.2012 | 11:32
Rólegt hjá okkur nú.
Já núna er rólegt hjá okkur, akkúrat ekkert að gera litill skipaumferð og engir fiskibátar í nálægt. Helgafell renndi framhjá okkur í nótt á 16 sjm hraða. Gott veður hefur verið og ágætt hitastig.
Við erum eina skipið hérna núna að vernda þessar dýrmætu gaslindir.
Nú er vika síðan við lögðum í hann frá Örnes svo ein vika búin hvað ætli séu margar vikur eftir, talað var um 3.vikur þegar við lögðum í hann hver veit, eigum nógann mat því ég bókstaflega fyllti dallinn af mat áður en við fórum. Ekki gott að verða matarlausir eins og hérna um árið þegar eina sem við borðuðum í heila viku var spagetti og beljukjöt, við sultum svo sem ekki en var orðið helvíti leiðinlegt síðustu dagana.
Veður hefur leikið við okkur eins og ég sagði hérna að ofan.

sólin að setjast í gærkveldi.

Og sólin að koma upp í morgun

Þessi renndi framhjá okkur í gær. Far Serenade heitir hann þjónustuskip við borpallana hérna Heimdal og Jotun.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég trúi ekki að hafið í hringum þessa palla sé alveg dautt, er ekki hægt að slíta upp í soðningu
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.4.2012 kl. 10:15
Ja þegar við vorum á Skarv þá var dýpi 150 fm svo það var erfitt að skaka, við fengum nokkra makríla þegar við fundum lóð og þeir voru borðaðir með bestu lyst. Hér höfum við verið að reyna skaka af og til en ekki orðnir varir, en þeir fá fisk hérna í trollið
Jón Páll Jakobsson, 29.4.2012 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.