26.4.2012 | 07:44
Ein vika búin.
Ein vika búin hérna hjá okkur félögunum á Guard vessel " Polarhav " á Atla location. Talað var um þrjár vikur þangað til að Polar Atlantic kæmi og leysti okkur af. Svo á Polar Atlantic að vera hérna í það minnsta til 15. okt 2012, en planið er að Polarhav fari aftur á fisk. Grálúðuvertíðin byrjar núna í endað maí og svo í framhaldinu er talað um skötusel.
Þessi vika hefur verið tíðindalaus, þrisvar orðið varir við fiskibát og einu sinni sett á ferð að fiskibát þar sem hann ekki svaraði þegar hann var kallaður á ch 16. Það reyndist vera togbáturinn Ocean Venture frá Peterhead í Skotlandi var hann að trolla ca 6 sjm Norður af okkar gæslusvæði. Fór það allt friðsamlega fram og báturinn hífði og svo togaði sig svo til baka. Var hann að eltast við monkfish eða skötusel, ég sá að hann notaði rockhoppertroll og notaði bara eitt troll svo ég spurði hvort hann væri ekki útbúin fyrir tvo troll þá notaði hann aðeins tvo troll þegar hann var að trolla með fótreipi.

Ocean Venture

Var ánægður að sjá að hann var með Bison hlera af því ég er svo mikill Bison maður. Hann átti eftir tvo daga á veiðum svo yrði haldið til Peterhead og landað á markaðinn, spurði hann um verð og hann sagði að eftir páska væri verðið búið að vera gott og menn kvörtuðu ekki.

Þessi tekin í blíðunni í fyrradag
Læt þetta ekki vera lengra að sinni hérna frá Atla gassvæðinu.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki verður sama áhöfnin á Polar Atlantic allann tímann?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.4.2012 kl. 10:25
Nei reikna nú ekki með því, kannski verða rússar allann tímann, hver veit, nei áhafnarskipti verða á 5 vikna fresti.
Jón Páll Jakobsson, 29.4.2012 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.