15.5.2012 | 11:20
Beðið eftir að verða leystir af.
Nú er komin blíða hjá okkur eftir frekar leiðinlega helgi veltingur og aftur veltingur. Nú bíðum við eftir að verða leystir af. Polarfangst er í þessum töluðum orðum í Alasundi að bíða eftir að hann lygni en búið blása þarna í kringum Stad alveg upp í fullstorm. Skiftunum hefur seinkað um allavega sólarhring.
En það er eitt sem maður ræður ekki við en það er veðrið svo þessu verður maður að taka eins og öðru við förum sennilega til Averöy þar sem nú stendur til að taka skipið í slipp. það er svona 30 til 35 tíma sigling þangað, svo það lítur út fyrir að við gætum verið þar í fyrsta lagi föstudagsmorgun.
En við erum búnir að hafa það gott hérna þennan túrinn veður hefur verið frekar hagstætt þó ekki svo margir bræludagar bara svona til að maður gleymi ekki fílingnum við veltinginn.

Norræna kom á sínum venjulega tíma og renndi sér framhjá okkur. Í kaldaskít á sunnudaginn.


Normand Prosper að veita okkur félagsskap í brælunni
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 136103
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.