9.6.2012 | 17:13
smá túr til Norge
Já sumt er skrýtið í þessum litla heimi. Á miðvikudaginn fór ég á strandveiði á Dynjanda BA-13 í skítabrælu frá Norðaustri, ef handfæraveiðar hefðu verið frjálsar þann dag hefði enginn farið á sjó. Þennan morgun var ég alveg grunlaus um að ég myndi vera skrifa þessar línur um borð í Polarhav í Norge. Þannig var nú þetta þegar við komum í land á miðvikudaginn fékk ég sms frá útgerðarmanninum í Noregi um hvort það væri nokkur möguleiki að ég gæti komið á föstudaginn til Noregs og farið með Polarhav í smá verkefni leysa Polarfangst af meðan hann færi inn til Haugasunds til að skifta um áhöfn og taka olíu og vistir. Heldur var ég tregur til var bara búinn að vera rétt rúmar þrjár vikur heima, en klukkan sex að morgni á fimmtudaginn lét ég undan og sagðist geta farið í ferðina þá var ég að smyrja nestið sem ég ætlaði að hafa neð mér á strandveiðina þann daginn ekkert varð úr því og á föstudaginn flaug ég með Flugfélagi Íslands frá Þingeyri til Reykjavíkur þaðan til keflavíkur frá Keflavík flaug ég til oslo og svo frá oslo til Álasunds þaðan var tekinn taxi til Ellingsoy og hér er ég þetta var rúmlega 16 tíma ferðalag þrjár flugvélar tvær rútur einn einkabíll og svo taxi í restina. Restin af áhöfninni kom frá Bodö og þar sem flugstöðin þar var lokuð máttu þeir keyra hingað og lögðu þeir af stað í gærkveldi og var það 17 tíma akstur hjá þeim annar missti ökuskírteinið í 5 mánuði og fékk 10.000 nrk krónur í sekt ( um 200.000. íslenskar) var tekinn 26 km yfir hámarkshraða.
Í nótt förum við af stað suður til Atla til að leysa af Polarfangst og er það rétt rúmlega einn sólarhringur þangað svo fer hann inn og kemur út aftur vonandi og þá siglum við aftur hingað og ég flýg heim svona er planið.

Hér sjáum við Polarhav fyrir framan Brödr Aarseth

Storegg jr hann liggur hérna hjá okkur.

Svona í lokin eina frá Noregi og ein úr Arnarfirði.

Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.