11.6.2012 | 02:56
Á leiðinni til Atlafelten
Lögðum í hann kl 10 í gær og verðum frammi um kl 15 dag. Búið að vera bræla á leiðinni stiv kuling frá NE hefur bara farið vel um okkur á lensinu. Tveir norðmenn með mér í áhöfninni smá tilbreyting frá vinum mínum úr austri. Spáin er góð en spáir brælu aftur á fimmtudaginn úr sömu átt svo það verður hjakk til baka.

Polfoss að renna framúr okkur fljótlega eftir að við fórum á stað en hann var að lesta agn (beitu). Væri nú flott ef Eimskip væru með svona skip á ströndinni heima svona til hvíla frábæra vegi. Hann renndi sér framúr okkur á 16 sjm hraða.



Og svo bæ bæ Polarhav.

Þessi var á rússnesku flaggi

Svo að lokum mættum við einum kínverja þ.e.a.s báturinn var smíðaður í Kína hét í upphafi Eyvindur KE, held ég fari með rétt mál að hann hafi aldrei verið gerður út við Íslandsstrendur heldur seldur til Noregs. Þar sem byggt var yfir hann og sett í hann autoline system. Reyndar er hann til sölu núna.

Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.