12.6.2012 | 07:54
Komnir á svæðið
Já við púkarnir á Polarhav erum komnir á áfangastað leystum Polarfangst af í gær kl 1545 nákvæmlega. Síðan hefur ekkert verið nema veltingur í boði, þetta er að verða eitthvað dullarfullt ég var strandveiði í síðustu viku ekkert nema veltingur í boði gapa upp í goluna flýg svo Noregs og sigli hingað í Norðursjóinn bjóst við bara sól og blíðu nei nei bara veltingur kannski eitthvað í sambandi við krísuna hver veit.
Ekki alveg eins einamannalegt hérna núna mörg skip að vinna ekki reyndar í augnablkinu vegna veðurs liggja bara í ró. Og borpallur kominn á Atla Borgland Dolphin. Meiri segja kom fiskibátur í nágrennið danskur svona bara til ég gæti rifjað upp að kalla í hann á vhf og tala mínu flottu nordisku við danskann skipper það er bara vandamálið með danina þeir eru alltaf að flýta sér að tala.

Hér erum við að nálgast Polarfangst í gær, áhöfnin þarna eru nú lífsreynd kemur frá Færeyjum og Noregi og er skipperinn nánst jafngamall og allir áhafnarmeðlimir um borð hjá mér. Rúmlega sjötugur en stýrimaður eitthvað yngri þeir voru nú báðir á Íslandi til sjós það var reyndar löngu áður en ég fæddist. Annar var í kringum 1960 og hinn eitthvað fyrir 1970.

Smá veltingur hjá köllunum en sennilega hafa þeir séð það svartara þega þeir sigldu á skútunum í eldgamla daga eins unglingarnir segja.

smá puss.

Hér eru kallarnir komnir á fullt stím inn til Haugasunds, vona þeir gömlu hafi ekki gleymd því að þeir ættu að fara inn til Haugasunds.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg skrif hjá þér Jón Páll. En segðu okkur hverning norðmenn haga sínum fiskveiðum. Eru þeir með kvótakerfi eins og islendingar eða eitthvað í líkingu við færeyska dagakerfið?
Björn Emilsson, 12.6.2012 kl. 11:01
Í stuttu máli hafa þeir kvótakerfi samt er það aðeins flóknar og kannski samfélagslegra heldur en það íslenska. T.d eru fleiri flokkar hjá þeim.
Jón Páll Jakobsson, 13.6.2012 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.