Blíða núna í Örnes.

Já veður hefur leikið um okkur hérna í Örnes yfir helgina og hefur tíminn verið notaður til að skoða sig um. Svartisen var skoðaður í gær sem og Storglomvassdamen 128 metra há stífla sem var reist 1998, enduðum svo daginn að fara á tröppurnar í botni Glomfjarðar (Glomfjord). 

IMG_5571

 

Hér eru tröppurnar upp fjallið 1127 eða 28 skref.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5526

 

 Útsýnið þegar upp var komið séð út Glomfjord.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5494

 

 

 Svartisen í fjarlægð séð en enginn vegur er að jöklinum heldur eru bátaferðir og við fórum ekki nískupúkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5492

 

 Þarna sjáum við gömlu virkjunina í Glomfjord held að hún hafi verið tilbúin 1912 og rafmagn frá þessari virkjun framleiddu þjóðverjar ál í seinni heimstyrjöldinni. Árið 1942 tókst andspyrnuhreyfingunni norsku að sprengja gat á rör til túrbínana og eftir það urðu þrjár af fjórum óvirkar þessi aðgerð hét " Operasjon Muskedunder" 

 

 

 

 

 

 

IMG_5467

 

 

 Storglomvassdammen 128 m há og fórum 3,5 miljón rúmmetrar af grjóti í stífluna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag var svo tekinn rúntur á mob bátnum af Polar Atlantic. Og farið í nágrenni Örnes.

IMG_5579

 

 

 Þessi fallegi Nordlandbátur er alltaf við legufæri hérna hef ekki séð hann notaðann þann tíma sem ég hef verið hérna en hann var ekki við legufærin í vetur svo hann er allavega tekinn upp á veturnar en stórglæsilegur.

 

 

 

 

 

 

IMG_5580

 

Og hér sjáum við Öyfisk og Stömoygutt þar sem þeir liggja við kaja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5581

 

Nóg vinna er framundan í Öyfisk en þetta er íslensk smíði smíðaður á "Skagaströnd" Allavega er það skráð í mælingarbréfinu. Skrokkurinn er franskur og vélin einnig svo þetta er teygjanlegt hvenær bátur er íslenskur eða franskur allavega telja norsarnir að hann sé íslensk smíði og við förum ekkert að breyta því.

 

 

 

 

 

 

Svo er það bara vinna morgun og stelpurnar eru að spá að fara stokka upp línu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur þarna úti, hvernig gengur að aðlaga Sollu að Noregi?

Bryndís (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Gengur ekki neitt allt of mikið að trjám segir hún.

Jón Páll Jakobsson, 13.7.2012 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband