13.7.2012 | 19:59
Tvær vikur búnar í Norge
Nú erum við búin að vera hérna í tvær vikur og höfum bara held ég verið heppin með veður miðað við sem maður heyrir annars staðar í landinu svo slæmt sumar að allar sólarlandaferðir uppseldar.
Vélin í Öyfisk komin í gang datt í gang í gær, svo einu verkefni færra þar það mjakast smátt og smátt. Öðrum fjölskyldumeðlimum farið að leiðast af og til á reyndar ekki við okkur Svan þar sem við erum að vinna allann daginn um borð i Öyfisk.
Í gær fórum við í siglingu frá Neverdal til Örnes með Holmvaag bát sem kallinn á en hann er á leiðinni í slipp í Reipa svo það er nóg að gera.

Á mánudaginn skiptum við um sjónvarpskúlu um borð í Polar Atlantic, en þarna er sú nýja komin upp. Jaro sem er að vinna með okkur taldi þetta ekki möguleiki nema hafa aðgang að krana. En við íslendingarnir voru fljótir að finna lausn við klæddum bara gömlu kúluna í netpoka og hífðum hana bara upp hærra í mastrið.

Hér sjáum við þessa gömlu settum bara reipi yfir mastrið og hífðum hana af í netpokanum sem við útbjuggum.

Aðalvélin í Öyfisk áður en við setum saman í gær. Baudouin heitir hún.

Línan um borð í Öyfisk en hana er verið að stokka upp og yfirfara, síðan verðum við að vaska hana og lita.

Línan kominn í stokka( klava paa norsk) og tilbúinn til flutings.

Þarna er Öyfisk liggur við gamla timburkajann.
Svo smá myndir frá siglingunni í gær.

Komin í stjórnstöðina í Neverdal.
Nóg af brotajárni, gömlum vélum, spilum, bátum bara nefna það, væri mikið hjá sumum ef þeir fengu að gramsa þarna, Allavega ljómaði Svanur.


Hér sjáum við Öygrunn eða restina af honum. sennilega ekki hægt að púsla honum saman aftur.

Og hér er Risholmen sem bíður eftir því að vera sagaður í sundur með keðjusög.

Verstöðin hjá útgerðarmanninum og bryggjan farið að láta á sjá.

Og húsin í Neverdal og sjáum húsið hjá útgerðarmanninum fyrir ofan bryggjuna hans.

Skipper Morten.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.