Noregsverkefnið heldur áfram.


Vinnan heldur áfram í Öyfisk, glussakerfi komið í gang með lekum hér og þar sem nú er verið að laga. Akkerisvindan farinn að snúast létum akkerið falla í gær og náðum því upp aftur. allir liðgaðir upp eins og allir tessar. Kraninn farinn að virka að mestu leiti. Svo nú er ekkert framundan nema koma öllu línudótinu frá borði.
 
Á mánudagsmorgun fórum við í verkefni inn í Neverdal sem er hér fyrir innan Örnes. Verkefnið var að fara með akkeri í Risholmen til að láta halda honum aðeins frá bryggjunni sem hann liggur við því hún er orðin vægast sagt orðin léleg og ef hann færi eitthvað að blása frá suðvestri voru menn hræddir um að báturinn myndi jafnvel brjóta bryggjuna. Við fórum á Skaren í þetta verkefni og í áhöfn voru Finn Arne skipper og svo þrír matros (hásetar). síðuritari, Svanur Þór og Jaro.
 
DSCN2481
 
Þarna er verið að koma með akkerið setum við það á stefnið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2480
 
Keðjan kominn um borð og allt að vera klárt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5623
 
 Lagt í hann
DSCN2485
 
 
Áhöfnin klár 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2488
 
 
 
 Á leiðinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Komið á áfangastað og þá er ekkert nema gera klárt. Eftir smá umhugsun ákváðu við að koma endanum um borð í Risholmen og svo keyra út keðjuna og láta hana svo draga út akkerið, þegar við myndum bakka frá bátnum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2490
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 Risholmen og bryggjan góða
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2493
 
Þarna erum við komnir utan á Risholmen og þar er ég að fara með endann (tampen) fram á og koma honum fyrir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5625
 
 
 Þarna liggjum við utan á Risholmen að gera klárann endann í akkerið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er ekkert nema setja á fullt aftur á bak og vona að akkerið þjóti út eins og planlagt var.
IMG_5627
 
 
Og þarna er akkerið um það bil að fljúga út. Þetta gekk sem sagt alveg eins og í sögu.og nú heldur akkerið við Risholmen svo að Suðvestan áttin verði ekki til vandræða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband