Gott veður í dag og hátíð í bæ

Já nú er bara gott veður í Noregi eftir marga rigningardaga og rok. Kannski eins gott að veðurguðinn ákvað þetta því bæjarhátíðin Sommerdager í Meloy byrjaði í dag. Við íslendingarnir létum okkur auðvita ekki vanta.

 

Annars hefur vinnan gengið ágætlega í vikunni, búið að setja upp nýtt stjórnkerfi fyrir til að stjórna bátnum bæði upp í brú og í lúgunni. Svo nú er Öyfisk bara tilbúinn til að fara í slipp. Einnig hefur verið unnið í Polar Atlantic þar þurfti að skipta um hljóðkút fyrir aðra ljósavélina. Gekk þetta frekar erfiðlega en tókst fyrir rest og held ég að Vestfirska staðfestan og Baulhúsarþrjóskan hafi hjálpað mér mikið þar. En allavega er orðið klárt til að setja nýjan hljóðkút en Polar Atlantic á að fara í Norðursjóinn í ágúst. 

IMG_5707

 

Hér sjáum við byssuna á hvalbátnum Nybræna en hann var að selja hvalkjöt í dag á hátíðinni og var stöðugur straumur að fólki að kaupa kjöt. Seldi hann í fimm kg öskjum og var verðið 600 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5711

 

Og hérna sjáum við auglýsinguna og hvalkjött til sölu. 27. Des 1992 var þessum sökkt við bryggju af Sea Shepard samtökunum. En Paul Watson tókst ekki að gera út um þennan því hann er ennþá að veiða hval.

 

 

 

 

 

 

 

Og þar sem ég er alveg orðinn heillaður af norskum bryggjum fann ég tvær í dag.

IMG_5746

 

 

Þessi er alveg innst inn í Glomfirði og hefur sennilega verið mjög mikilvæg á sínum stíma áður en komum göng þarna. Voru gamlir lestateinar á bryggjunni. Ekki gott að vita en sennilega er þessi bryggja byggð á sama tíma og virkjunin eða 1919.

 

 

 

 

 

 

IMG_5765

 

Á bryggjunni var fólk að veiða og hvaða tegund haldið þið jú auðvita makríll.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5751

 

 

Íslenskur eða norskur vaðandi makríll þessi er sennilega norskur samt ekki viss hann var hálf villtur syndi bara í hringi.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5816

 

 

Svo er það bryggjan í Glomen, sennilega munu ekki fleiri bátar leggjast við þessa í bráð en þarna lág Risholmen síðast áður en hann var fluttur út í Neverdal og var það gert í vor.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5755

 

 Svo að lokum Virkjunin innst í Glomfirði ( Glomfjörd). Var reist 1919.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband