3.8.2012 | 05:16
Noregsferð að ljúka.
Í dag er síðasti dagurinn hérna í Noregi eigum við ekki segja í bili. Fimm vikur að baki og ein eftir í ferðalög um Skandinaviu svo flug heim til Íslands 8 ágúst frá Gautaborg. þá verða sex vikur að baki ekkert óvanalegt fyrir mig en aðeins öðruvísi fyrir aðra fjölskyldumeðlimi.
Síðasti vinnudagur hjá okkur feðgum var í gær við ætlum að taka frí í dag. Öyfisk er klár til að fara í slipen (slipp). Og síðan vonandi getur hann farið að fiska. Það eru allar forsendur til að það gangi vel, frítt ýsufiskerí og svo 30 % meðafli í þorski eftir að búið er að veiða þorskkvótann. Og jafnvel talað um að sú tala eigi eftir að hækka upp í 50 % í haust. Síðasta haust var einnig frítt þorskfiskerí og vonandi verður það aftur í ár.
Noregur er stórt land og sést það vel á ferðaáætlun okkar. En við ákváðum að taka lest til Svíþjóðar. Við byrjum að taka rútu frá Örnes til Bodö ca 2 tímar. Lest eitt Bodö- Trondheim ca 10,5 tímar. Lest tvö Trondheim-Lilleström ca 7 tímar. Rúta Lilleström-Oslo 50 min ( Viðgerð á lestarteinum því er rúta frá Lillestrom til oslo.). Lest þrjú Oslo-Gautaborg 4,5 tímar. Lest fjögur Gautaborg-Halmstad 1,5 tímar.
Lagt verður í hann kl 1730 í dag og ætluður komutími í Halmstad er rétt fyrir miðnætti á Laugardagskvöld. Ferðlag upp á 28 tíma er ekki hægt að keyra hringveginn á styttri tíma.

Og hér sjáum við Öyfisk með íslenska fánann tekur sig bara vel út.
Koma nokkrar myndir innan úr Öyfisk

Millidekkið þegar við komum um borð. Öllu ruslað út enda meira og minna ónýt, rekkar algjörlega ónýtir og allt orðið frekar slappt.

Hér sjáum við að það er langt komið að stokka upp línuna ekki mikið eftir.

Verki lokið búið að hreinsa út allt línudótið farið nema uppstokkarinn.

Spilið í bátnum tilbúið að draga mikið að línu. Þetta er íslensk smíði sjóvélaspil.

Og hér sjáum við hefðbundið norskt ínuspil reyndar komið með slítara. En þeir eru búnir að fatta það að íslandsrullen eins og þeir kalla okkar spil er einfaldlega mikið betra en það er búið að taka langann tíma.

séð fram millidekkið nóg pláss fyrir mjög marga bala.
Svo koma tveir gamlir í restina

Skaren.

Lofoten.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.