31.8.2012 | 18:28
Bjartsýni var það.
Já snurvoða útgerðin í ágúst varð ekki til að hrópa húrra fyrir því miður. Útgjöld vegna kvótaleigu urðu 2,1 miljón og Aflaverðmætið varð 2,5 miljónir. Sem sagt Nettóaflaverðmæti varð 400 þúsund, svo ekki varð nú mikill gróðinn en svona er þetta. En það þýðir ekkert svartsýnisböl bara gengur betur næst en ég held að ég sé endanlega búinn að sætta mig við það að gera út á leigukvóta er meira en vonlaust.
Svo Andri er kominn í stæðið sitt og verður að bíða eftir rækjunni ef hún verður leyfð á annað borð en Dröfn RE-35 kemur að rannsaka fyrir okkur stofninn 4. okt.
En ekki er allt vonlaust á Bíldudal nógur lax er í firðinum og fer Tungufell BA reglulega að ná í skammtinn og þarf ekki að hafa mikið fyrir því .

Tungufell að koma með laxinn svo nú er bara sungið á Bíldudal " lax lax og aftur lax".

Laxalöndun á Bíldudal.

Svo í lokin á þessari færslu sjáum við bát sem má muna sinn fífill fegri. En þennan bát keypti Pabbi minn ásamt Jörundi Bjarnasyni og Pétri Elíassyni 1978 þá eins árs ég man alltaf hvað mér þótti þetta mikill bátur á þeim tíma og í honum var káeta meiri segja.

Þeir félagar stofnuðu hlutafélagið Pétursvör hf og fékk báturinn nafnið Hringur BA-165 en eins pabbi sagði sjálfur eftirfarandi um útgerðarsögu þeirra félaga:
Hann var keyptur frá Bolungarvík og fékk nafnið Hringur BA-165. Um þenna bát stofnuðum við félagið Pétursvör hf. Skipstjóri var Pétur Þór og var ætlunin að gera bátinn út á rækjuveiðar í Arnarfirði og stunda eitthvað línuveiðar auk handfæraveiða á sumrin. Því miður veiktist Pétur alvarlega stuttu eftir að við fengum bátinn og dó nokkru síðan langt um aldur fram. Við Jörundur vorum svo að basla við þetta um tíma en seldum bátinn síðan til Skagastrandar.Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.