5.9.2012 | 08:57
Haustið að koma ?.
Allavega telja strandveiðimenn það ( voru kallaðir trillukallar í gamla daga.) En nú á stuttum tíma hefur fækkað um 3 báta í höfninni á Bíldudal. Fyrir nokkrum dögum reið Sigurður Brynjólfsson á vaðið og tók upp Sölva BA.

Sölvi BA.
Svo í gærkveldi tóku þeir sig til Jón "Póstur " Halldórsson og Hlynur Vigfús Björnsson og tóku upp sína báta var þetta samvinnuverkefni þeirra félaga frá A til Ö. Kaupfélagsandinn var bara í loftinu í gær.

Hlynur að sækja vagninn fyrir Kára BA.
Á meðan gerðu þeir bræður Jón Póstur og Sigurbjörn Halldórsson sem var upptökustjóri í gærkveldi vagninn undir Önnu BA tilbúinn.

Og hér erum þeir Hlynur og Svanur Þór Jónsson sem var aðstoðargutti í gær gera klára Önnu til að sigla yfir í upptökuvagninn.


Jón Póstur klár í slaginn.

Hlynur var einnig klár

Anna BA komin í vagninn og kallarnir virðast vera sáttir.

allt eins og það á að vera.

Sigurbjörn Halldórsson upptökustjóri.
Þegar hér var við sögu komið poppaði upp annar strandveiðimaður og sægreifi. Sverrir Garðarsson.


Töldu menn að hann hefði verið að njósna um þetta samvinnuverkefni þeirra félaga.
Næst var það Kári BA.

Áhöfnin klár sama áhöfn og var á Önnu BA nema skipstjóraskipti

Kári kominn í vagninn og menn bara nokkuð sáttir.

sleppur þetta ekki jú jú látum þetta sleppa.

Þeir félagar bara ángæðir með verkefnið.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 136002
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirhyggju samir sjómenn.
Þau eru miklar perlur sjávar- og sveitaþorpin á landsbyggðinni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.9.2012 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.