Mjög langt á milli skrifa.


Já frekar langt á milli skrifa hjá undirrituðum. Kannski vegna þess að mikið hafi verið að geraWoundering. Rólegt hefur verið  undanfarið. Ég hef reyndar verið að gera Andra BA-101 klárann fyrir vetrarvertíð á Arnarfjarðarrækju (ef hún verður leyfð). 
 
Átti reyndar að fara í verkefni við noregsstrendur í byrjun sept en það frestaðist fyrst til 17. sept og svo var það blásið af. Samt stendur nú til að fara fljótlega til Noregs en þá að veiða fisk.
 
En í morgun var allt að gerast í Bíldudalshöfn.
 
Nýjasti Bílddælingurinn var í höfninni Grímsnes BA-555. en sá bátur hefur reyndar ekki verið algengur í höfninni hérna  en í morgun var hann allavega í höfninni en er hann að fara að róa á línu fyrir Arnfirðing ehf ekki veit ég hvort hann var að landa eða ekki, hífði hann allavega bala  í land og tók svo beita bala. Svo var haldið út aftur.
 
IMG_5979
 
 
 Og hér sjáum við nýjasta í flotanum Grímsnes BA-555 baka frá sennilega að fara í róður. Á vef fiskistofu er þessi með þorskkvóta upp á 42 tonn eða 0,026447% af heildarmagni af þorski. Þannig að kvótastaða Bíldudals hefur aukist allverulega úr engu í 42 tonn. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5988
 
 
 
 Komnir á fulla ferð út fjörðinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lómur var við hafskipabryggjur Bíldudalshöfn. Og var hann að skipa upp laxafóðri fyrir Fjarðalax, svo tekur hann sennilega afurðir úr kalkþörungarverksmiðjunni með sér á markað erlendis.
  
 
IMG_5990
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5991
 
 
Lómur við hafskipabryggjuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5983
 
 
Bíldudalshöfn í morgun nóg um að vera.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5985
 
 
Vegna aukina umsvifa í Bíldudalshöfn er yfirhafnarvörður búinn að hrókera í höfninni. Og hér sjáum við Tungufell laxaslátrunarskip Fjarðarlax kominn í krókinn í staðinn fyrir Andra BA-101.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5984
 
 
Hér sjáum við Andra BA-101 kominn á trébryggjuna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reddaði okkur Bílddælingum þegar við misstum nánast allann okkar botnfiskkvóta í kringum 1991-92, þá varð sú bryggjusmíði mótvægisaðgerð vegna þess.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband