Úps


Eftir að hafa málað á helginni til að hægt væri að taka bátinn niður í gær (mánudag) úr slipnum í Reipa hjá honum Daniel og co. Var byrjað slaka honum niður á flóðinu í gærkveldi. En þegar búið var að slaka ca 20 m heyrðist eitthvað og vagninn snarstoppaði og Oyfisk vildi ekki meir. Varð uppi mikið stress og fát en svo róuði menn sig og var ákveðið að bíða til morguns og vorum við beðnir að mæta kl 0700 í morgun. Þá voru menn orðnir alveg pollrólegir. Og voru miklar pælingar í gangi töldu menn að líklegast að hjól undir vagninum hafi brotnað eða vagninn hafi farið útaf spori og þá erum við í vondum málum.
 
 
DSCN2798
 
Svona stóð báturinn í morgun Þarna er byrjað að fjara út..
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2804
 
Séð aftan á hann í morgun ca kl 0800 en þá var kannski búið að fjara út í klukkutíma.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2801
 
Á dálítið eftir til að það flæði undir hann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2800
 
 
Svona stendur hann í dag en vonandi verður eitthvað hægt að gera á flóðinu í kvöld þannig að við fáum bát niður eða allavega upp.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars er Dröfn RE búin að rannsaka Arnarfjarðarrækjuna svo kannski í næstu viku fáum við vita hvað við fáum að veiða mikið hugsa það verði ekki mikið meira en í fyrra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband