Rækju og aftur rækja.

Það hefur verið langt á milli blogskirfa hjá undirrituðum undanfarið, en rækjuveiðar héldu áfram og má segja að veður hafi leikið við okkur og höfum við farið 8. róðra í röð núna í logni og blíðu eins og oftast er á Arnarfirði en brælurnar sem voru búnar að vera voru ekki venjulegt fyrir Arnarfjörð. Heldur hefur dregið úr veiðinni og kannski komið venjulegt ástand og dagur er líka orðinn stuttur. Við á Andra erum búin að rjúfa 70 tonna múrinn þrátt fyrir mikla ótíð framan að og billrí en bæði er gír búinn að bila svo fór vatnsdæla við aðalvél en það eru nú bara hlutir sem fylgja. Ýmir og Brynjar eru báðir einnig komnir yfir 70 tonn og eru því búið að landa yfir 210 tonn af rækju af þremur bátum á rétt rúmlega mánuði hugsa það sé met í Arnarfirði en samt ekki viss.

Nú ætlum við á Andra að taka helgarfrí og verður því ekki róið aftur fyrr en á mánudag.

 

DSCN3018

 

Brynjar BA á toginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3024

 

 

Hásetinn hafði nóg að gera í vikunni þó veiði væri minni því L.Í.Ú fiskurinn ( Loðna) var að þvælast fyrir okkur nánast alla vikuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3025

 

 

En þarna má sjá glitta í L.Í.Ú fiskinn en þetta hal var bara nokkuð hreint. Loðnuborið segja þeir vönu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3028

 

 

En svona má segja að veður hafi verið alla vikuna bara blíða en hér sjáum við inn að Mjólkárvirkjun innst í Borgarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3039

 

Ýmismenn eða Ýmisbræður að hífa inn á Geirþjófsfirði. Hlynur framá og Sindri í hurðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3034

 

Já dagurinn orðinn stuttur en þarna erum við á Andra og Brynjar ný byrjaðir að toga á þriðjudagsmorgun og ég held að kl rúmlega níu og ekkert farið að birta.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3019

 

Kallinn sjálfur Skipstjórinn með allt undir control.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Bíddu við, Er loðna núna inni á firðum vestra. Veit Hafró af þessu.

Flottað það veiðist vel.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.12.2012 kl. 01:13

2 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Flottar myndir hjá þér. Ég man þá tíð að rækjuveiðar voru líf og yndi hjá Mumma frænda á árum áður.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 1.12.2012 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband