8.12.2012 | 06:58
Ætli neistinn sé farinn
Rólegt hefur það verið á Andra BA-101 í þessari viku ætli kallinn sé búinn að missa neistann?, en höfum við varla komist yfir 2 tonn í róðri þannig að ég held að vikuskammturinn hafi bara verið rétt rúm 11 tonn, og svo kórónaði kallinn þetta með því að taka undirbyrðið úr á fimmtudaginn og var því bætning langt fram á nótt. Svo í gær var rifið í öðru hali og misstum við því dýrmætan birtutíma í bætingu, en svona getur þetta verið þetta er ekki eintóm hamingja að vera rækjusjómaður.
Ýmir BA-32 er búinn með sinn kvóta og erum þá við Brynjar eftir frá Bíldudal og svo Egill ÍS frá Þingeyri. Jólafrí er framundan ætlunin var að róa á mánudaginn en eftir erfiða og svekkjandi viku gæti alveg farið svo að eina sem gert verður á mánudaginn sé að setja upp jólaseríuna.

Egill ÍS að taka trollið í vikunni sýnist vera dálítið af L.Í.Ú fiski.

Verið að losa frá pokanum.

Kallarnir á Brynjar( eða strákarnir á Brynjar hljómar betur) að taka trollið inn á Geirþjófsfirði

Síðasti dagurinn hjá Ýmir BA á þessari vertíð og þeir sennilega búnir að setja upp jólahúfuna.

Hér má sjá kallinn í stöðinni eða símanum hvað annað.
Svo að lokum ein mynd af þessum elskulegum fiskum sem hafa verið að koma alveg óbeðnir í veiðarfærið til að veita áhafnarmeðlimum mikla gleði.

LÍÚ fiskar.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 136002
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.