Ætli neistinn sé farinn

Rólegt hefur það verið á Andra BA-101 í þessari viku ætli kallinn sé búinn að missa neistann?, en höfum við varla komist yfir 2 tonn í róðri þannig að ég held að vikuskammturinn hafi bara verið rétt rúm 11 tonn, og svo kórónaði kallinn þetta með því að taka undirbyrðið úr á fimmtudaginn og var því bætning langt fram á nótt. Svo í gær var rifið í öðru hali og misstum við því dýrmætan birtutíma í bætingu, en svona getur þetta verið þetta er ekki eintóm hamingja að vera rækjusjómaður.

 

Ýmir BA-32 er búinn með sinn kvóta og erum þá við Brynjar eftir frá Bíldudal og svo Egill ÍS frá Þingeyri. Jólafrí er framundan ætlunin var að róa á mánudaginn en eftir erfiða og svekkjandi viku gæti alveg farið svo að eina sem gert verður á mánudaginn sé að setja upp jólaseríuna.

 

rækja og fleira 2012 093

 

Egill ÍS að taka trollið í vikunni sýnist vera dálítið af L.Í.Ú fiski.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 094

 

Verið að losa frá pokanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 107

 

Kallarnir á Brynjar( eða strákarnir á Brynjar hljómar betur) að taka trollið inn á Geirþjófsfirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 103

 

Síðasti dagurinn hjá Ýmir BA á þessari vertíð og þeir sennilega búnir að setja upp jólahúfuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 101

 

Hér má sjá kallinn í stöðinni eða símanum hvað annað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo að lokum ein mynd af þessum elskulegum fiskum sem hafa verið að koma alveg óbeðnir í veiðarfærið til að veita áhafnarmeðlimum mikla gleði.

rækja og fleira 2012 102

 

LÍÚ fiskar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband