5.1.2013 | 22:10
Jólafrí senn á enda
Jæja nú eru allar hátíðir að baki og ekkert nema bíða eftir páskunum eins og Elías sagði forðum en að sjálfsögðu kemur Þorrablótið á undan hjá okkur fullorðna fólkinu. Byrjað er að útbúa Andra BA-101 fyrir seinni hálfleikinn á Arnarfjarðarrækjunni og vonandi verður hann styttri , laus við allar bilanir og hagstæðara veðurfar.

Trollið var tekið upp á bryggju í gær og lengja og fiskilína mæld upp svo og grandarar einnig gert við gamlar syndir (leisningar og fleira)
Að öllu óbreyttu verður fyrsti dagur sem haldið verði til veiða á pödduna á því herransári 2013 10. janúar næstkomandi.

Allur snjór sem kyngdi niður á Bíldudal eftir jól er bara farinn og t.d var 7 stiga hiti í gær föstudag þegar verið var að vinna í trollviðgerðum á bryggjunni.
Já löngu jólafrí rækjusjómanna lokið eða við það að ljúka, já það er lúxus að vera á Arnarfjarðarrækju unnið í tvo mánuði og þar af annar mánuðurinn í jólafrí.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.