Vertíðin hafin

Já við sigldum til Röst snemma á laugardagsmorgun og lögðum tvær trossur samtals 30 net ( um 17 íslensk því eitt norskt er styttar en íslenskt). Svo var farið í land og þá fengum við þær fréttir að verkunin sem eigum að landa hjá er bara full af fiski svo við urðum að landa slægðum fiski ( slægður fiskur í Noregi er án haus og þannig aðeins meiri vinna en á Íslandinu).

Því var fyrsti dagurinn í lengra lagi vorum ekki búnir að draga fyrr en kl ellefu um í gærkveldi mjög gott var í fyrri trossuna en aðeins minna í þá síðari.

Fyrsta frá Röst 025

 

Fyrstu trossunni lokið á vertíðinni. Við erum þrír í áhöfn ég Björn Björnsson og svo litái sem hefur aldrei farið á fiskibát svo þetta var dálítið erfitt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta frá Röst 026

 

 Björn byrjaður að slægja allt fullt en í þessa trossu var ca 4 tonn miðað við fisk upp úr sjó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo nóg virðist af fiskinum og margir bátar hérna.

Fyrsta frá Röst 018

 

Havstjerna ( ex Eyvindur)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta frá Röst 023

 

Bolga að bíða eftir löndun íslensk smíði og íslensk gæði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta frá Röst 024

 

Löndun hjá Greger á Laugardaginn alveg nóg að gera og þar var slæging langt fram á sunnudagsnótt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta frá Röst 028

 

Löndun í gær hjá Jangaard  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 136001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband