Eftir góða byrjun kom bara búmm og búmm

Já eftir góða byrjun kom bara reiðuleysi fengum ekki upp á hund trossunar voru bara tómar. Var undirritaður farinn að stór efast um sjálfan sig hvað hann væri nú að þvælast þetta og láta hlægja af sér í einu mesta fiskiplássi í Noregi Röst. Líka sagði ég við fiskkaupandann ef þetta færi ekki að lagast myndi ég fara ganga með hauspoka. Já þó það sé metkvóti verður þú sennilega að leggja þar sem fiskurinn er. 

Það er nú samt bjartara yfir þessu núna síðustu tveir dagar hafa verið betri og allir tala um að það sé  " massa fisk" suður af Skomvær sem er vestasta eyjan hérna við Röst og hann eigi allur eftir að síga inn á móti. Fiskkaupandinn segir reyndar að vertíð sé ekki hafin  af því ennþá er ufsi í aflanum þegar þorskurinn kemur á fullum krafti hverfur allur ufsi af svæðinu.

Við erum að draga 50 neta á dag núna ( 30 íslensk net). Og var t.d rétt tæp 3 tonn í dag af slægðum og hausuðum þorski.

röst2 027

 

Nokkrar skrei að koma í dag í rjómablíðu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

röst2 032

 

Slæging í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

röst2 023

 

Sést kanski ekki of vel á þessari mynd en hún er tekin kl 0500 í morgun þegar trafíkin byrjar þegar sigla út frá þessari eyju ca 200 bátar. Þá er bara koma sér í röðina og halda sinn stefnu bátur á stjór bátur bak fyrir framan og fyrir aftan þig. Fyrir nokkrum árum gerðu út 600 bátar hérna á vertíðinni en nú eru þeir bara 200 mér finnst það alveg nóg mikið.

 

 

 

 

 

röst2 037

 

Þessi er ekki stór eða þó. 14,88 metra langur rúmlega 5 metra langur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

röst2 019

 

Þessi er ekki ýkjastór nema hann er yfir 6.metra breiður net öðru megin og autoline í bakborða. held 14 metra langur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta nægja í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er þá bæði slægt og hausað hjá ykkur?

Hvað ertu að kvarta, 4 tonn af íslensku slægðu í 2 trossur er ágætt.

Voru menn ekki með um 10-11 trossur á netavertíðinni hérna í denn.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.3.2013 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 136001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband