Þetta mjakast.

Samt held ég að ég verði ekki aflakóngurinn hérna í Röst. Við náum bara ekkert að draga t.d í gær drógum við eina trossu með 18 netum og fengum í hana um 4 tonn og það var bara nóg fyrir okkur við erum bara ekki nógu vel mannaðir ég segi að um borð er bara mannskapur upp á 2,5 stk en ætti ef allt væri eðlilegt að vera 4 stk. Held við séum búnir að fiska um 20 tonn af slægðum og hausuðum fiski og hefur snittverð verið um 11. krónur norskar fyrir kg. Á morgun erum við með eina 15. neta trossu í sjó og vonandi fáum við nóg í hana svona kallinn þurfi ekki að ganga um með hauspoka eina og í síðustu viku.

 

röst3 003

 

Nóg að gera.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Eyjan Röst er alveg stórmerkilegur staður að heimsækja hér snýst allt um fisk og þá sérstaklega um törrfisk (skreið) og svona hefur það verið síðan 1432 að Ítalir komu hérna og strönduðu á þessu skeri. Hér er mjög hentugt að verka skreið og þessi verkun á fiski hefur haldist nánast óbreytt síðan eða frá 1432. Þær fiskverkanir sem eru hér eru allar gamlar þ.e.a.s búnar að vera starfandi í áratugi og jafnvel yfir 100 ár og sumar þeirra eru en að skipta við sömu ítölsku fyrirtækin í áratugi t.d í Greger er fjórða kynslóðin að reka verkunina og þeir eru að selja sömu aðilunum eins og afi gerði eins og langafi gerði og langalangaafi gerði.

röst3 011

 

 

 Allstaðar er skreið allir hjallar að verða fullir. Já eins og ég sagði er mjög hentugt að verka skreið hérna t.d er meðalhiti í janúar +3*C. og mikill blástur getur verið hérna svo kjöraðstæður til að verka skreið. 

Hér búa 600 manns allt árið og eru maðaltekjur á hvern íbúa um 380 þúsund norskar krónur á ári ( um 8 miljónir íslenskar miðað við gengið í dag).

Og hér er stöðugt atvinnulíf og enginn fólksflótti. t.d er bæði skóli og leikskóli fullsettnir og Röst það sveitafélag í Nordland fylki sem er með hæðstu Prósentu af ungu fólki og lægstu prósentu af fólki gömlu fólki yfir 80 .

 

röst3 018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

röst3 008

 

Að allt öðru eða þó hérna er það til siðs að flagga norska fánanum þegar kvótinn er búinn og hér sjáum við Vigdisi með flaggið upp Vigdis kláraði kvótann í gær voru kallarnir fyrstir til að klára hjá Jangaard verkunin. Ætli við flöggum bara ekki íslenska fánum ef við náum að klára.

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo í lokin tvær myndir önnur af bát sem heitir Haapvaag og svo flottasti norski netabáturinn Nesjenta.

röst3 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

röst3 004

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 136001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband